Veðurfölnir WI 3

Leið nr 1
120 m. Mjög auðveld ísrás leiðir upp að um 50 m háum þriðju gráðu ísfossi sem skipt er upp af stuttum stalli. Fyrri hlutinn fennir í kaf snemma vetrar svo rásin verður þægileg uppgöngu, en getur líka skapað snjóflóðahættu.
Aðkoma: Leiðin er í Hrafnsgili í Hrafnkelsstaðabotni við vestanverða botn fjarðarins, áberandi stærsta gilinu á svæðinu. Sérstaklega þægileg aðkoma er að gilinu, hægt er annað hvort að leggja á bílastæði Skotfélags Snæfellsness, eða við brúnna yfir Hrafnsá. Gangurinn upp að og inn gilið er rétt rúmur 1 km á svo gott sem flötu.
FF: Ólafur Þ. Kristinsson & Sigurður A. Richter, 2024
Klifursvæði | Snæfellsnes |
Svæði | Kolgrafarfjörður |
Tegund | Ice Climbing |
Merkingar |