Túristafoss WI 3
Leið við endann á Sólheimajökli, vestan megin eins og talað er um en er í rauninni norðan megin ef horft er á kort.
Byrjað er á að fylgja túristaslóðinni upp austan megin á jöklinum í gegnum brattasta og sprungnasta kaflann, þar til komið er á flatann á miðjum jöklinum. þá sést fossin greinilega og lítið mál ætti að vera að krossa beint yfir hann.
Til að komast út af jöklinum gæti þurft að síga fram af (áin myndar helli, farið varlega) eða maður gæti orðið heppinn og bara stigið beint útaf.
Fyrsti hluti leiðarinnar er mjög léttur, WI 2 eða minna, örugglega hátt í 3 spannir. Hér flæðir vatnið á frekar breiðum kafla og því er hægt að forðast aðal vatnsstrauminnn og staði þar sem fossinn er opinn.
Þegar komið er á einskonar sillu þar sem að fossinn þrengist verður erfiðara að forðast allt vatsrennslið og opnu kaflana og leiðin verður aðeins brattari, erfiðleikar í kringum WI 3 en þunnt klifur. U.þ.b. 60 frá þrengingunni og upp á topp en stöllótt svo að það er sennilega best að skipta þeim kafla upp í tvennt.
Til að fara niður er hægt að ganga út dalinn frá toppnum, þá lendir maður á göngustíg sem fer aftur fyrir hnúðinn á Jökulhausnum (Tveir Jökulhausar á svæðinu, smá ruglandi). Stígurinn leiðir niður gil þar sem að á flæðir út í lónið fyrir framan jökulinn. Í frumferðinni var Lónið ísilagt svo að hægt var að ganga yfir það endilangt. Ef lónið er ekki ísilagt er sennilega best að síga niður leiðina og koma sér á jökulinn aftur.
Ef gengið er á lóninu er skynsamlegt að vera bundin saman með meira en 10m á milli sín, vera með exi uppi við og skrúfu á beltinu. Ef ísinn brotnar undan einhverjum þá getur hinn þurri skrúfað í ísinn með skrúfunni og togað í línuna og hinn blauti getur notað exina til að draga sig úr vökinni yfir á þykkari ís.
FF: Jónas G. Sigurðsson og Matteo Meucci, 20. janúar 2018, WI 3, 150+m
Klifursvæði | Sólheimajökull |
Tegund | Ice Climbing |
Merkingar |