Svartur á leik M 10

Leiðin er í stóra þakinu vinstra megin við Nálaraugað. Leið B4 á myndinni.

Klifrað er upp WI4/5 ísþil undir þakinu, ca. 15m (tryggt var með 4 ísskrúfum á þessum kafla).
Þá tekur við ~45° yfirhangandi eðal drytool kafli, 6-8m, sem er afgerandi erfiðasti hluti leiðarinnar (4 boltar í þessum kafla).
Eftir yfirhangið tekur við 6-8m tæknilegur lóðréttur eða létt yfirhangandi klettaveggur (með tveimur boltum) með þunnum ísbunkum upp í tveggja bolta akkeri.
Samtals 6 boltar auk tveggja bolta akkeris.
Lengd leiðarinnar er um 25-30m upp í akkerið en hægt er að klifra  ca. 5m WI3 í viðbót upp slabbið ofan akkerisins (og tryggja þá með skrúfum).

ATH! Gráðuna M10 má ekki taka of hátíðlega og er hún bara til viðmiðunar til að byrja með. Talið er að leiðin sé amk. M9 en gæti verið M9+ og jafnvel M10 (varla meira). Tíminn einn mun leiða það í ljós…

FF: 18. janúar 2016.
Róbert Halldórsson, Sigurður Tómas Þórisson

 

===========================

Hér gefur að líta myndaannál um smíði og rauðpunktun leiðarinnar.

Nálaraugað_þak_2

Ca. staðsetning boltanna í klettahluta leiðarinnar.
Þegar leiðin var frumfarin var aðeins meira af í þilinu niðri og bunkarni uppi undir akkeri aðeins stærri. Sennilega er alveg hægt að klifra hana í þynnri aðstæðum en í frumferðinni en þarf þá að leysa toppinn eitthvað öðruvísi…

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Nálaraugað
Tegund Mix Climbing
Merkingar

5 related routes

Snati WI 5+

Leið merkt sem B5

40m. Áberandi 15m fríhangandi kerti niður úr stóru þaki fyrir miðju klettabeltinu. WI5/5+ klifur upp kertið og áfram 20m+ af vandasömu WI5/5+klifri upp á brún. Varúð! Aðal kertið snertir klettinn ekki neitt neðan við þakið og þarf því að fara hér með ítrustu varkárni. Hefur brotnað fyrirvaralaust… Alls ekki leggja í kertið nema það sé amk. mittisþykkt neðst.

FF. óþekkt (En líklega Páll Sveinsson?)

Snati er kertið hægra megin. Mynd tekin í janúar 2014.

Nálaraugað WI 5

Leið merkt sem B4

40m. Frábær leið. Ein af fyrstu leiðunum í aðstæður flesta vetur. Bratt tæknilegt kerti í byrjun upp undir risastórt þak. Hliðrun til hægri á (miserfuðum) ísbunkum út undan þakinu (oft krúxið) og síðan beint upp tæpa 10m upp á brún.

FF. óþekkt

 

Þunnt milli þilja WI 5+

Leið merkt sem B3

40m. Vinstra megin við Nálarauga-þakið. Á þunnum bólstrum og drytool (tortryggt M6) upp á stóra syllu. Þaðan þunnt bratt drytool (mjög tortryggt, krúx) upp í bratt ístjald (WI5/5+) fyrir ofan. Nokkrir metrar af WI4 leiða upp í WI5/5+ ístjald upp á brún. Varúð! „R“ stendur fyrir „runout“, því leiðin er tortryggð og vandasöm.

FF. Des 2014: Róbert Halldórsson, Sigurður Tómasson

 

Blindauga WI 4+

Leið merkt sem B2

30m. Skemmtilega þunn sálarraun.

FF. Björgvin Hilmarsson, Róbert Halldórsson og Sigurður Tómas Þórisson veturinn 2015

Árnaleið WI 4

Leið merkt sem B1

30m. Þægileg ræna sem kann að vera soldið blaut í skoru vestast í klettabeltinu

Farin af Árna Stefáni í desember 2014, hlýtur að hafa verið farið áður en ólíklegt þykir að leiðin beri betra nafn.

Myndir eftir Þorstein Cameron

 

Skildu eftir svar