Svartur á leik M 10
Leiðin er í stóra þakinu vinstra megin við Nálaraugað. Leið B4 á myndinni.
Klifrað er upp WI4/5 ísþil undir þakinu, ca. 15m (tryggt var með 4 ísskrúfum á þessum kafla).
Þá tekur við ~45° yfirhangandi eðal drytool kafli, 6-8m, sem er afgerandi erfiðasti hluti leiðarinnar (4 boltar í þessum kafla).
Eftir yfirhangið tekur við 6-8m tæknilegur lóðréttur eða létt yfirhangandi klettaveggur (með tveimur boltum) með þunnum ísbunkum upp í tveggja bolta akkeri.
Samtals 6 boltar auk tveggja bolta akkeris.
Lengd leiðarinnar er um 25-30m upp í akkerið en hægt er að klifra ca. 5m WI3 í viðbót upp slabbið ofan akkerisins (og tryggja þá með skrúfum).
ATH! Gráðuna M10 má ekki taka of hátíðlega og er hún bara til viðmiðunar til að byrja með. Talið er að leiðin sé amk. M9 en gæti verið M9+ og jafnvel M10 (varla meira). Tíminn einn mun leiða það í ljós…
FF: 18. janúar 2016.
Róbert Halldórsson, Sigurður Tómas Þórisson
===========================
Hér gefur að líta myndaannál um smíði og rauðpunktun leiðarinnar.
Ca. staðsetning boltanna í klettahluta leiðarinnar.
Þegar leiðin var frumfarin var aðeins meira af í þilinu niðri og bunkarni uppi undir akkeri aðeins stærri. Sennilega er alveg hægt að klifra hana í þynnri aðstæðum en í frumferðinni en þarf þá að leysa toppinn eitthvað öðruvísi…
Klifursvæði | Brynjudalur |
Svæði | Nálaraugað |
Tegund | Mix Climbing |
Merkingar |