Bláu línurnar eru möguleikarnir þrír fyrir aðra spönn leiðarinnar.
Berg. Gráða 5.8 – 80 m – 90 mín-3 klst.
FF: Jón og Snævarr, 17. júlí 1984.
Einhver skemmtilegasta leiðin i Þyrli. 3 -4 spannir. Byrjar á leið nr. 4. Hægt er að fara tvö afbrigði að sprungunni sjálfri; annað fylgir spönnum 1 og 2, í leið nr. 5 ad rótum sprungunnar en rétt leið byrjar fyrr, upp frá stuttri fyrstu spönn (sjá mynd). Þaðan er skoru og sprungu fylgt að Stóru sprungunni. Lykilkafli er í upphafi hennar en síðan léttist klifrið ofar.
FF: Ari T. Guðmundsson, Hreinn Magússon, Gudún Snorradóttir og Arnbjöm Eyþórsson, 11. mars 1989.
Í fyrsta gili vestan Botnsskála, neðan Botnsskóga, er fallegur foss (sést frá veginum). Ofar
taka við 60-70° brött snjó- og ísgeil (gr. 3+). Tilvalið æfingasvæði.
Falleg ísleið, ísfossinn liggur í augljósu gili austarlega í Þyrilshlíðum. Leiðin er í hlíðinni beint á móti Múlafjalli handan fjarðarins. Byrjar á léttu brölti, sem hægt er að einfara, upp að aðal haftinu. Uþb 30m WI3.
Bláu línurnar eru möguleikarnir þrír fyrir aðra spönn leiðarinnar.
Berg. Gráða 5.8 – 80 m – 90 mín-3 klst.
FF: Jón og Snævarr, 17. júlí 1984.
Einhver skemmtilegasta leiðin i Þyrli. 3 -4 spannir. Byrjar á leið nr. 4. Hægt er að fara tvö afbrigði að sprungunni sjálfri; annað fylgir spönnum 1 og 2, í leið nr. 5 ad rótum sprungunnar en rétt leið byrjar fyrr, upp frá stuttri fyrstu spönn (sjá mynd). Þaðan er skoru og sprungu fylgt að Stóru sprungunni. Lykilkafli er í upphafi hennar en síðan léttist klifrið ofar.
FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 1. mai 1981.
Fyrsta klifurleidin í hömrum Þyrils. 3-4 spannir. Fylgir syllum fyrstu 30 metrana en næstu 2 spannir innihalda erfiðustu hreyfingarnar. Klifrað upp úr grófinni vinstra megin (laust lag), og þá er efsta vikinu náð.
Berg, Gráða 5.7- 70 m – 2-3 klst.
FF: Jón Geirsson, Höskuldur H. Gylfason og Snævarr Guðmundsson, 16. maí 1981.
Skemmtileg leið, alls 3 spannir. Fylgir syllum og þrepum til skiptis.Lykilhlutar í enda fyrstu spannar og upphafi annarar. Auðveldari er ofar dregur.
Comments
Við Egill Örn kíktum í Stóru sprunguna fyrir tvem dögum, enda sú leið í Þyrli sem virðist fá bestu dómana af þeim sem eru með einhverja minniháttar leiðarlýsingu.
Að vísu er lýsingin á fyrri spönnunum eitthvað óljós, svo það er ekki víst að við fórum rétta leið. Þær leiðir sem komu til greina var annarsvegar bein sprunga í gróf töluvert hægra megin undir sprungunni, hinn möguleikinn var að klifra grófina sem leiðir upp að sprungunni sjálfri (virðist töluvert grónari og lausari en þriðja spönnin). Hins vegar sátu fýlar í báðum leiðunum, svo við fórum þriðja möguleikann, lausu hliðrunina á milli. Svo fyrstu tvær spannirnar (hvor um sig 30 metrar) voru ekki sérlega stíft klifur (undir 5.7), en mikið af ælu og basalt-spilaborgum. Hins vegar er þriðja spönnin ein af skemmtilegri sprunguleiðum á landinu sem ég hef klifrað. Stutt, lóðrétt off-width sprunga (EK) sem víkkar upp í stromp þegar ofar dregur og hallinn minnkar, í langtum betra bergi en fram til þessa í leiðinni, algjört gull. Eftir það er bara brölt upp á topp.
Mæli án efa með þessari leið ef fólk er til í smá stúss til að komast upp að sprungunni, og mæli líka með að fólk fylgist með varptímanum, enda Þyrill hálfgert múkka-metropolis þegar mest gengur á. Ágætt er að hafa stærri vini í sprunguna (Dragon 6-8 kæmu sér allir vel), en þó er vel hægt að koma inn einni og einni góðri minni tryggingu með lengra millibili.
Við Egill Örn kíktum í Stóru sprunguna fyrir tvem dögum, enda sú leið í Þyrli sem virðist fá bestu dómana af þeim sem eru með einhverja minniháttar leiðarlýsingu.
Að vísu er lýsingin á fyrri spönnunum eitthvað óljós, svo það er ekki víst að við fórum rétta leið. Þær leiðir sem komu til greina var annarsvegar bein sprunga í gróf töluvert hægra megin undir sprungunni, hinn möguleikinn var að klifra grófina sem leiðir upp að sprungunni sjálfri (virðist töluvert grónari og lausari en þriðja spönnin). Hins vegar sátu fýlar í báðum leiðunum, svo við fórum þriðja möguleikann, lausu hliðrunina á milli. Svo fyrstu tvær spannirnar (hvor um sig 30 metrar) voru ekki sérlega stíft klifur (undir 5.7), en mikið af ælu og basalt-spilaborgum. Hins vegar er þriðja spönnin ein af skemmtilegri sprunguleiðum á landinu sem ég hef klifrað. Stutt, lóðrétt off-width sprunga (EK) sem víkkar upp í stromp þegar ofar dregur og hallinn minnkar, í langtum betra bergi en fram til þessa í leiðinni, algjört gull. Eftir það er bara brölt upp á topp.
Mæli án efa með þessari leið ef fólk er til í smá stúss til að komast upp að sprungunni, og mæli líka með að fólk fylgist með varptímanum, enda Þyrill hálfgert múkka-metropolis þegar mest gengur á. Ágætt er að hafa stærri vini í sprunguna (Dragon 6-8 kæmu sér allir vel), en þó er vel hægt að koma inn einni og einni góðri minni tryggingu með lengra millibili.