Sólheimaglott WI 5

Leiðin Sólheimaglott (WI 5) var klifruð þann 15. desember 2011 af þeim Robba, Sigga T og Palla. Meira um hana hér.

Leiðin er í klettunum vestan meginn í Sólheimajökli rétt þar sem jökullinn rennur undan Mýrdalsjökli. Það þarf því að þramma dágóða vegalengd til að komast að leiðinni.

Siguður Tómas Þórisson klifrar brattasta kaflann

Klifursvæði Sólheimajökull
Tegund Ice Climbing
Merkingar

5 related routes

Túristafoss WI 3

Leið við endann á Sólheimajökli, vestan megin eins og talað er um en er í rauninni norðan megin ef horft er á kort.

Byrjað er á að fylgja túristaslóðinni upp austan megin á jöklinum í gegnum brattasta og sprungnasta kaflann, þar til komið er á flatann á miðjum jöklinum. þá sést fossin greinilega og lítið mál ætti að vera að krossa beint yfir hann.

Til að komast út af jöklinum gæti þurft að síga fram af (áin myndar helli, farið varlega) eða maður gæti orðið heppinn og bara stigið beint útaf.

Fyrsti hluti leiðarinnar er mjög léttur, WI 2 eða minna, örugglega hátt í 3 spannir. Hér flæðir vatnið á frekar breiðum kafla og því er hægt að forðast aðal vatnsstrauminnn og staði þar sem fossinn er opinn.

Þegar komið er á einskonar sillu þar sem að fossinn þrengist verður erfiðara að forðast allt vatsrennslið og opnu kaflana og leiðin verður aðeins brattari, erfiðleikar í kringum WI 3 en þunnt klifur. U.þ.b. 60 frá þrengingunni og upp á topp en stöllótt svo að það er sennilega best að skipta þeim kafla upp í tvennt.

Til að fara niður er hægt að ganga út dalinn frá toppnum, þá lendir maður á göngustíg sem fer aftur fyrir hnúðinn á Jökulhausnum (Tveir Jökulhausar á svæðinu, smá ruglandi). Stígurinn leiðir niður gil þar sem að á flæðir út í lónið fyrir framan jökulinn. Í frumferðinni var Lónið ísilagt svo að hægt var að ganga yfir það endilangt. Ef lónið er ekki ísilagt er sennilega best að síga niður leiðina og koma sér á jökulinn aftur.

Ef gengið er á lóninu er skynsamlegt að vera bundin saman með meira en 10m á milli sín, vera með exi uppi við og skrúfu á beltinu. Ef ísinn brotnar undan einhverjum þá getur hinn þurri skrúfað í ísinn með skrúfunni og togað í línuna og hinn blauti getur notað exina til að draga sig úr vökinni yfir á þykkari ís.

FF: Jónas G. Sigurðsson og Matteo Meucci, 20. janúar 2018, WI 3, 150+m

Krumlur WI 4

Leið í Lakaþúfugili, við endann á Sólheimajökli, eða þar sem að hann beygir upp til vinstri (vestur).

Til að komast að leiðinni er byrjað að elta slóðina þar sem að allir túristarnir fara upp á jökulinn, í gegnum brattann og sprungusvæðið í byrjun og upp á flatann. Á flatanum sést í efri spönnina á leiðinni og því er bara stefnt beint á leiðina. Þegar að maður nálgast jaðarinn á jöklinum, þá lendir maður á sprungusvæði, þar sem að jökullinn er bæði að mynda viðnám við fjallið og sveigja niður dalinn. Þetta er ekkert rosalegt sprungusvæði en það þarf að horfa aðeins í kringum sig og sviga dálítið til.

Fólk sem hefur áður gengið þarna upp að talaði um að þarna væri lítið uppistöðulón og héldum við að þar sem að lónið fyrir framan jökulinn væri frosið, þá hlyti þetta lón að vera frosið líka og við gætum gengið beint að leiðinni þegar við stigum út af jöklinum. Lónið var hins vegar búið að tæma sig og skildi eftir áhugaverð ummerki, lína í snjónum á jöklinum og ís sem að hafði áður lagt yfir lónið lá þarna á víð og dreif undir.

Ef að lónið er ekki til staðar eða ekki frosið, þá er hægt að hliðra eftir skálinni hægra megin, en það er smá maus og krefst vandvirkni, frekar bratt.

Fyrsta spönnin lýtur ekkert út fyrir að vera það löng þegar að maður stendur undir henni, 30-40m kannski. Klifrið leiddi í ljós að 60m lína dugði ekki til að komast upp spönnina og simulklifruðum við a.m.k. 20m ofan á þessa 60m, áður en hægt var að gera akkeri.

Þegar maður toppar úr þessari löngu, en hrikalega góðu spönn, kemur maður á risa sillu, 10-20m djúpa og jafn breið og gilið sem maður er í. Næsta spönn var aðeins styttri, sléttir 60m frá akkeri og þar til að var búið að klifra upp á jafnsléttu.

Nafnið á leiðinni er dregið af mjög sérstökum ísmyndunum í gilinu. Stærðarinar regnhlífar voru úti um allt og úr þeim flestum komu lóðrétt grýlukerti, auk þess að umherfið í kringum leiðina var mjög kertað. Regnhlífarnar með lóðréttu grýlukertunum mynntu mjög á stórar hendur eða krumlur og í toppinn voru tvær slíkar regnhlífar nánast búnar að loka leiðinni, 30-40 cm á milli þeirra og maður stóð á mjög mjóum pillar meðan maufað var við að troða sér þar á milli.

FF: Jónas G. Sigurðsson og Matteo Meucci, 20. janúar 2018, S1-WI 3-80m, S2-WI 4/+-60m

Þvörusleikir WI 4

Þvörusleikir (WI4) var fyrst farin 15. desember 2017 af Bjarti Tý Ólafssyni.

Leiðin er stutt en brött. Eftir því sem ofar dregur þynnist ísinn. Þegar ísinn klárast kemst maður inn á syllu með litlum helli. Til að klára upp þarf að brölta eftir syllunni út til vinstri.

Cancel Boogy WI 4

Cancel Boogy (WI4) var klifruð af Matteo Meucci og Kamil Kluczynski í 17. janúar 2015.

Leiðin er í fjallinu Jökulhaus á hægri hönd þeirra sem fylgja göngustígnum upp á Sólheimajökul.

Sólheimaglott WI 5

Leiðin Sólheimaglott (WI 5) var klifruð þann 15. desember 2011 af þeim Robba, Sigga T og Palla. Meira um hana hér.

Leiðin er í klettunum vestan meginn í Sólheimajökli rétt þar sem jökullinn rennur undan Mýrdalsjökli. Það þarf því að þramma dágóða vegalengd til að komast að leiðinni.

Siguður Tómas Þórisson klifrar brattasta kaflann

Skildu eftir svar