Smérgeirastrípur 5.1/5.2

5.1/5.2

40 m

Auðveldasta leiðin upp á lítinn tind sem kúrir í norðurenda Bolakletts.  Ekki er víst hvort tindurinn beri nafn, en nafn fannst hins vegar ekki í fljótu bragði við leit á veraldarvefnum. Þ.a.l. gefum við tindinum tímabundið nafnið Smérgeirastrípur, í samræmi við all undarleg staðarnöfn í kring, og borgfirskar örnefnahefðir. Ef einhver þekkir til nafns tindsins má endilega koma því áfram til okkar og við skiftum nafninu hér út.

Um 0.5-1 tíma gangur er upp að tindinum upp skriðuna norðan fjallsins, þar til komið er að skorningi sem leiðir upp í söðulinn. Klöngrast er upp mjög auðveldan skorninginn upp í söðul, og þaðan er klifruð suð-austur hlið tindsins. Mjög auðvelt klifur, um 15-20 metrar frá söðli og upp á topp, en tryggingar nokkuð vandasamar og berg mjög laust á köflum. Engu að síður ágætasta ævintýri.

Sigið niður sömu leið, tvær 60 metra línur ná vel niður að skriðu aftur.

FF (?, engin ummerki um aðrar mannaferðir á toppnum): Sigurður Ý. Richter & Atli Már Hilmarsson, febrúar 2023

Klifursvæði Bolaklettur
Svæði Bolaklettur
Tegund Ice Climbing
Merkingar

2 related routes

Smérgeirastrípur 5.1/5.2

5.1/5.2

40 m

Auðveldasta leiðin upp á lítinn tind sem kúrir í norðurenda Bolakletts.  Ekki er víst hvort tindurinn beri nafn, en nafn fannst hins vegar ekki í fljótu bragði við leit á veraldarvefnum. Þ.a.l. gefum við tindinum tímabundið nafnið Smérgeirastrípur, í samræmi við all undarleg staðarnöfn í kring, og borgfirskar örnefnahefðir. Ef einhver þekkir til nafns tindsins má endilega koma því áfram til okkar og við skiftum nafninu hér út.

Um 0.5-1 tíma gangur er upp að tindinum upp skriðuna norðan fjallsins, þar til komið er að skorningi sem leiðir upp í söðulinn. Klöngrast er upp mjög auðveldan skorninginn upp í söðul, og þaðan er klifruð suð-austur hlið tindsins. Mjög auðvelt klifur, um 15-20 metrar frá söðli og upp á topp, en tryggingar nokkuð vandasamar og berg mjög laust á köflum. Engu að síður ágætasta ævintýri.

Sigið niður sömu leið, tvær 60 metra línur ná vel niður að skriðu aftur.

FF (?, engin ummerki um aðrar mannaferðir á toppnum): Sigurður Ý. Richter & Atli Már Hilmarsson, febrúar 2023

Gjöfin sem heldur áfram að gefa M 5

Leið B1

WI 4+ /M 5

Vestast í stóra svarta klettinum er stompur. leiðin liggur upp hann.

Byrjið á að klifra smá mosa ræmu upp ca. 7m og hliðrið svo til hægri inn í strompinn. Fylgið svo íslínunni upp 2-3spannir og komið upp í góðan stans í einskonar hvilt. Þá er farið út til vinsti, í fyrstu meðfram tryggjanlegum klettum en svo kemur um 30m ótryggjanlegur kafli þegar fara verður út á kletta slabið. Einnig mögulegt að fara til hægri upp erfiðari en tryggjanlega kletta. Ísinn í leiðinni er víðast hvað um 15cm þykkur og því fullt af stuttum skrúfum eða bönd fyrir tie off. Einnig hægt að nota klettadót og spectrur, sérstaklega spectrur og blaðfleiga. Þessi leið er öðrvísi en allt annað og ekki fyrir nema alvöru kallmenn þar sem bæði eistun hafa gengið niður. Ekki láta ykkur dreyma um að síga niður. Best að fara til vesturs og elta nokkur auðveld gil. (Skrifað af Ívari)

FF: Ívar Freyr Finnbogason og Arnar Emilsson , 12. jan. 2005, 130m