Rolling stones WI 4+
Fyrsta leiðin í mögnuðum hömrum sem liggja milli Svínafellsjökuls og Svínafellsins. Hér er hægt að fara margar línur sem líta út fyrir að vera heimsklassalínur hvað varðar erfiðleika, útsýni og klifur.
Ef lónið við jökulinn er frosið, þá er best að leggja bílnum við bæinn Svínafell og elta stíg sem liggur í gegn um jökulgarðinn. Einhverstaðar er trébrú sem auðveldar aðgengið.
Ef lónið er ekki frosið, þá er líka hægt að fara frá „Batman“ bílastæðinu við jökultunguna og ganga yfir jökulinn til austurs. Athugið að sú leið er mjög sprungin og ekki er ráðlagt að fara þar yfir nema að hópurinn treysti sér í sprungubjörgun!
FF: Matteo Meucci and Hlynur Sigurjonsson 7/3/2016, 110m
Klifursvæði | Öræfi, Vestur |
Svæði | Secret lagoon |
Tegund | Ice Climbing |
Merkingar |