Original Austurveggur

Í apríl 1997 klifu Haraldur Örn Ólafsson og Guðmundur Eyjólfsson austurvegg Hvannadalshnúks fyrstir manna.

Fyrir miðjum veggnum er hryggur og ganga gil upp með honum beggja vegna. Originalinn liggur hægra megin við hrygginn. Fyrr höfðu Sigursteinn Baldursson og Guðmundur Eyjólfsson reynt við gilið vinstra megin og þurft að snúa við 40m frá toppnum.

Veggurinn liggur mjög hátt og er kominn í aðstæður snemma vetrar.

Leiðin þykir þó nokkuð alvarleg og tæknilega erfið. Ganga þarf í gegnum sprungið jöklalandslag til undir vegginn og þar tekur við krefjandi klifur, allt upp að 5. gráðu ís.

Gráða: D, WI5

Hnukuraustur2
H
araldur Í lykilkafla leiðarinnar. Ljósm. Guðmundur Eyjólfsson

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Hvannadalshnjúkur
Tegund Alpine
Merkingar

7 related routes

Katabatic WI 3

Pink line

AD+ WI 3 170M

The approach was done  from Sandfell, Similar to the Italian Job the climbers traversed onto the face to avoid dropping too much height and safe some time. If the approach is done from Svínafellsjökull it’s well possible to follow Beina Brautin onto the face.

Due to bad conditions, the face being plastered in rime and the being a bit late in the season the path of least resistance was taken

1st Pitch 60M 70°/ WI 3 Snow/Ice

Belay under the headwall next to a bergschrund

2nd Pitch WI3/+ R 60M   Long traverse to the right

Belay below near- vertical rime wall with good ice behind it

3rd Pitch WI 3/+ 50M Upp the rime until the slope mellows out

Belays were done wth a snow pickett, screws and axes

31 October 2023

Kaspar Sólveigarson, Bergur Sigurðarson

 

 

Hnjúkaþeyr

Blá lína á mynd

Hnjúkaþeyr var frumfarin 13. október 2020. Hugmyndin var að fara upp vesturvegginn eftir eins beinni línu (direct) og mögulegt er.

Aðkoman var farin eftir Hnappavallaleið á skíðum og tók um fimm klukkustundir. Líkt og þegar Italian Job var klifruð hliðruðu klifrararnir inn á vegginn til að halda hæð og spara tíma. Ef aðkoman er tekin frá Svínafellsjökli er vel hægt að fylgja sömu leið og Beina Brautin inn á vegginn.

Í frumferðinni sam-klifruðu strákarnir allan fyrr helming fjallsins og yfir þriðju gráðu íshaft og upp að „gatnamótum“ leiðanna Beina Brautin og Vinamissis. Þar hafði myndast fallegur ísfoss, um 100 metra langur, sem lá beinustu leið upp á topp.

Á Íslandi er orðið hnjúkaþeyr upprunnið úr Skaftafellsýslum þar sem hnjúkaþeyr var skilgreindur á þennan hátt: „Nær vindur er á útnorðan um vetur og stendur af Öræfajökli þeyjar snjór á Hnappavöllum, þó alls staðar sé frost annars staðar, og kallast það hnúkaþeyr“ (Sæmundur Hólm). ;Frá Vísindarvefnum

(meira…)

Vesturhlíð

Gul lína á mynd

Fyrsta leiðin á vesturvegg Hvannadalshnúks

FF: Helgi Benediktsson, solo , 28.03 1986,

Vinamissir

Græn leið á mynd

Leiðin byrjar á að fylgja „Beinu brautinni“ (Rauð) en fer svo eitt gil til hægri nær toppnum. Aðkoman er í kringum sjö tímar frá Svínafellsjökli.

Leiðin er nefnd eftir vinum frumfarenda sem hafa farið á einn eða annan hátt

FF Bjartur Týr Ólafsson, Þorsteinn Cameron og Matteo Meucci
15-10-2016
WI3 180m D

Matteo on the approach slopes
Matteo on the approach slopes

Original Austurveggur

Í apríl 1997 klifu Haraldur Örn Ólafsson og Guðmundur Eyjólfsson austurvegg Hvannadalshnúks fyrstir manna.

Fyrir miðjum veggnum er hryggur og ganga gil upp með honum beggja vegna. Originalinn liggur hægra megin við hrygginn. Fyrr höfðu Sigursteinn Baldursson og Guðmundur Eyjólfsson reynt við gilið vinstra megin og þurft að snúa við 40m frá toppnum.

Veggurinn liggur mjög hátt og er kominn í aðstæður snemma vetrar.

Leiðin þykir þó nokkuð alvarleg og tæknilega erfið. Ganga þarf í gegnum sprungið jöklalandslag til undir vegginn og þar tekur við krefjandi klifur, allt upp að 5. gráðu ís.

Gráða: D, WI5

Hnukuraustur2
H
araldur Í lykilkafla leiðarinnar. Ljósm. Guðmundur Eyjólfsson

The Italian Job

Appelsínugul leið á mynd

Þriðja leiðin í Vesturvegg Hvannadalshnúks. Liggur Vestan megin í veggnum og fer upp áberandi foss þar. Leiðin er merkt nr. 3 á mynd.

Veggurinn liggur mjög hátt og er kominn í aðstæður snemma vetrar.

Hægt er að sækja að veggnum annaðhvort frá Svínafellsjökli eða úr Suðri, þá um Sandfell eða Svínahrygg. Aðkoman er löng og gera má ráð fyrir að lágmarki 12 tíma degi, líklega lengri.

Leiðin er ekki mjög erfið tæknilega en er engu að síður mjög alvarleg. Fara þarf um sprungið jöklalandslag til að komast að veggnum og leiðin sjálf getur verið illtryggjanleg. Bergið í veggnum er mjög laust og tæplega hæft til trygginga.

Gráða: D, WI4

FF: Matteo Meucci og Bergur Einarsson, haust 2014

Beina brautin

Rauð leið á mynd

Önnur ferðin sem vitað er af um Vesturvegg Hvannadalshnúks. Liggur beint upp miðjan vegginn bratt snjóklifur og endar í rúmlega 60m háum fossi. Leið nr. 1 á mynd.

Veggurinn liggur mjög hátt og er kominn í aðstæður snemma vetrar.

Hægt er að sækja að veggnum annaðhvort frá Svínafellsjökli eða úr Suðri, þá um Sandfell eða Svínahrygg. Aðkoman er löng og gera má ráð fyrir að lágmarki 12 tíma degi, líklega lengri.

Leiðin er ekki mjög erfið tæknilega en er engu að síður mjög alvarleg. Fara þarf um sprungið jöklalandslag til að komast að veggnum og leiðin sjálf getur verið illtryggjanleg. Bergið í veggnum er mjög laust og tæplega hæft til trygginga. Yfir leiðinni hanga stórir serakkar og má því mæla með því að lágmarka tímann á vegnum eins og hægt er.

Gráða: D, WI4

FF: Leifur Örn Svavarsson og Björgvin Hilmarsson, 22. sept 2010

hnukurleiðir

Skildu eftir svar