Ólympíska félagið M 7
Leið merkt inn númer 12 á mynd
Frægasta og mest klifraða leið í Tvíburagili eftir sósíalvetur 2008-2009. Leiðin liggur upp eftir yfirhangandi sprungu og endar í ís þar fyrir ofan. Stutt og snörp leið.
FF.: Andri Bjarnason og Freyr Ingi Björnsson, des. 2008.
Klifursvæði | Esja |
Svæði | Búahamrar - Tvíburagil |
Tegund | Mixed Climbing |
Merkingar |
Fórum nokkrir í „Ólympíska félagið“ á öðrum í jólum (26. des ´16) í prýðilegum aðstæðum.
Ísinn mátti helst ekki vera meiri, amk. ekki í „Ólympíska“ og „Himinn og af“ (Síams var heldur þunn)
Hláka núna og næstu daga en það þarf ekki mikið að vera eftir til að hafa gaman í Tvíburagilinu.