Mjóni WI 4+

Sextíu metra ísfoss af gráðunni IV – V (IV+) gráðu. Ísfossinn samanstendur af tveimur mjóum tíu metra ískertum sem standa hvort upp af öðru, eftir það er strembið klifur upp íshröngl. Ísfossinn var klifinn um áramótin 90-91. Fossinn er á milli Skagfjörðsskála og göngubrúarinnar yfir Krossá í Þórsmörk.
FF: Páll Sveinsson og Guðmundur Helgi Christensen. 1990-1991

Klifursvæði | Þórsmörk |
Svæði | Skagfjörðsskáli |
Tegund | Ice Climbing |
Merkingar |
Nú hef ég aldrei staðið undir þessu en af myndinni að dæma er þetta smá sandbagged fjarki!
Mér sýnist á öllu að það sé sennilega rétt, þurfum við ekki bara að prófa þetta þegar að það frýs aftur 😉
Væri aldrei meira en 3+ í Kinninni
P4 = WI5