Kóngulóarmaðurinn WI 3+
Leið í fyrsta gili vestan megin við Grafarfoss (vinstra megin þegar horft er á Grafarfoss).
Samanstendur af nokkrum höftum sem eru á bilinu WI2 – WI5. Auðvelt er að sneiða framhjá flestum ef ekki öllum höftum ef menn treysta sér ekki í einhverja hluta leiðarinnar.
1. haftið er um 20m af WI4
2. haftið er um 15 metrar af WI2 – WI3
3. haftið er um 10 metrar af WI2 – WI3 + um 10 metrar af WI2
4. haftið er um 20 metrar af WI2
5. og 6. haftið er 15 metrar + 10 metrar af WI3
7. haftið er stutt (um 6 metrar) en mjög bratt, auðvelt er þó að fara út úr leiðinni ef menn treysta sér ekki til að leiða haftið.
Líklega hefur leiðin verið klifruð áður að hluta eða heild en hún hefur þó ekki verið skráð.
Klifrað 23 nóvember 2024 – Ottó Ingi Þórisson og Stefán Karl
Leiðin fékk nafnið Kóngulóarmaðurinn því slík gríma var með í för.
Klifursvæði | Esja |
Svæði | Kistufell |
Tegund | Ice Climbing |
Merkingar |