Ísrennan WI 3
Leið númer 41 á mynd
80 m.
FF: Kristinn Rrúnarsson, Þorsteinn Gudjónsson og
Snævarr Guðmundsson, 1. febrúar 1986. Afar falleg
isrenna vestarlega i Grenihlíðinni.
Klifursvæði | Kjós |
Svæði | Grenihlíð |
Tegund | Ice Climbing |
Merkingar |
Leið númer 41 á mynd
80 m.
FF: Kristinn Rrúnarsson, Þorsteinn Gudjónsson og
Snævarr Guðmundsson, 1. febrúar 1986. Afar falleg
isrenna vestarlega i Grenihlíðinni.
Klifursvæði | Kjós |
Svæði | Grenihlíð |
Tegund | Ice Climbing |
Merkingar |
Leið upp Þórufoss í Kjósinni.
Leiðin er eiginlega stök í Kjósinni en fær að fljóta með Grenihlíðar sectornum vegna nálægðar.
15m, WI 3
Leiðin fer upp foss í ágætlega vatnsmikilli á. Því ber að hafa varann á þegar farið er í leiðina og passa að áin sé nægilega vel frosin til að geta gengið á henni.
Leiðin er aðeins 200m frá veg og hentar því einstaklega vel fyrir skreppitúr í létt ísklifur.
Sögusagnir herma að þessi foss hafi verið klifinn fyrir 2019. Engar heimildir finnast hins vegar fyrir því…
FF: Elísabet Atladóttir og Illugi Örvar Sólveigarson, 15. desember 2019
Lína númer 2, hægra megin við #44
Sama aðkoma og fyrir Avoiding a shower (#3). Leiðin þræðir til hliðana til að forðast brattari ís.
22m WI4
FF: Mike Reid og Ásgeir Már Arnarsson 17.12.17
Leið númer 3, hægra megin við #44
Aðkoman að þessum leiðum er inn í sama gil og Hrynjandi er í, gilið Grindagil. Í stað þess að fara innst inn í gilið er beygt til vinstri upp bratta brekku með smá ísþrepum. Mælt er með broddum og öxum í aðkomunni en brekkan er nokkuð brött, allt að 40°-50°. Það tekur um 30 min að komast að leiðunum úr bíl. Það er hægt að leggja við veginn eða elta jeppaslóða niður að ánni. Það ætti ekki að vera mikið mál að krossa yfir ánna.
Leiðin byrjar upp bratt en nánast lóðrétt ísslabb sem leiðir inn í krúx hreyfingarnar, sem er að komast í gegnum einskonar stromp. Eftir strompinn er hvíld undir grýlukertum. Næsti partur er algjörlega lóðréttur þangað til brattinn minnkar þegar nær dregur toppnum
Nafnið er dregið af næstu leið til hægri, sem var mjög blaut en leit vel út úr fjarska. Við reyndum fyrst á hana en urðum gegnblautir eftir að setja inn tvær skrúfur.
22m WI4+
Staðsetning:
Austanverð Kjós (sjá neðar)
FF: Sveinn Fr. Sveinsson (Sissi), Freyr Ingi Björnsson, Brynjúlfur Jónatansson.
Lýsing leiðar:
4 spannir: 50 metrar upp að gilinu / 55 m. /40 m. / 60 m. (íslaust að hluta).
Aðkoma að leiðum í austanverðri Kjós
Ekið eftir Þingvallavegi, beygt til norðurs inn á Kjósarskarðsveg (48), beygt til austurs við afleggjara að Hækingsdal, Hlíðarás og Klörustöðum. Beygt til hægri, yfir litla brú (lokað með stöng sem er ólæst, munið að loka henni aftur), að sumarbústöðunum (þar er gengið að Ásláki), áfram ógreinilegan slóða með hlíðinni þar til komið er að mjög þröngu og löngu gili með greinilegri íslínu, Icesave. Hlíðin heitir Grenihlíð og gilið hugsanlega Ketilsskora. Ef ekið er áfram er komið að Hrynjanda.
Nánari lýsing
Þægilegt klifur, hentug leið til að sýna byrjendum réttu handtökin eða stíga fyrstu spor í fjölspannaklifri, létt brölt með 3 gr. höftum inn á milli. Fyrstu 3 spannirnar eru mestmegnis í ís en þar sem gilið er þröngt er þunnt á köflum og hægt að notast við mosa og berg af og til. Fjórða spönn hófst á íshafti, síðan brölt upp íslausan kafla og smá ís upp á brún.
Leiðin var frumfarin nokkrum mínútum eftir að forseti Íslands neitaði að skrifa undir Icesave lögin hin síðari og þótti nafnið því við hæfi.
Niðurleið
Gengum niður norðan við leiðina, það er líklega hentugast. Skemmtileg ævintýraleið, flottur karakter og umhverfi.
Fossinn er dálítið norðar í Kjósarskarði en Hrynjandi (#45), í gili sem heitir Strákagil, sést vel frá veginum. Beygt er af Kjósarskarðsvegi og keyrt yfir brú. Fyrsti afleggjari til hægri er svo tekinn og keyrt alla leið að sumarhúsabyggð, ef færð leyfir (sjá kort). Einungis er um 25 mínútna gangur að fossinum, sem gerir hann kjörinn í eftirmiðdagsklifur.
Eins og sést á yfirlitsmyndinni þá má klifra fossinn á nokkra vegu og erfiðleikagráðan er á bilinu WI4 til WI5 eftir því hvaða leið er valin og hvernig aðstæður eru hverju sinni. Kverkin (leið 1) er auðsóttust og jafnan í WI4 aðstæðum. Hinar leiðirnar eru erfiðari, jafnan WI4+ en geta slagað í WI5 þegar yfirhangandi kaflar myndast. Leið 3 er sjaldnast í aðstæðum þar sem fossinn er oftast opinn einhvers staðar á þeirri leið. Þar er hann jafnan blautastur.
Leiðirnar eru flestar 30-35 metra langar. Stundum frýs fossinn efst og þá er hægur leikur að klifra upp úr gilinu fyrir ofan hann og ganga niður vinstra megin við Strákagil (séð frá klifrara). Það er hins vegar algengara að gera V-þræðingu efst í fossinum og síga niður, á tveimur línum eða einni 70m línu.
FF: Ókunnugt
Leið merkt inn númer 45 á mynd
150 m
FF: Ari T. Guðmundsson. Hreinn Magnússon og
Höskuldur H. Gylfason 26. janúar 1985. Lengsta
ísfossaleiðin i Grenihlið, er í Grindagili. Mislöng
isþrep með snjósköflum á milli í venjulegu árferði.
Leið merkt inn númer 44 á mynd
25 m
FF: Kristinn Rúnarsson, Þorsteinn Guðjónsson og
Snævarr Guðmundsson, 1. febrúar 1986. Stuttur en
brattur ísfoss.
Leiðin gæti borið annað nafn.
Leið merkt inn númer 43 á mynd
25m
FF: Snævarr Guðmundsson. 1. febrúar 1986.
Stuttur ísfoss.
Leiðin gæti mögulega borið annað nafn.
Leið númer 42 á mynd
25m
FF: Jón Geirsson, Kristinn Rrúnarsson og Þorsteinn
Guðjónsson, veturinn 1986. Brattur ísfoss, oft blautur !
Falleg leið samt.
Leið númer 41 á mynd
80 m.
FF: Kristinn Rrúnarsson, Þorsteinn Gudjónsson og
Snævarr Guðmundsson, 1. febrúar 1986. Afar falleg
isrenna vestarlega i Grenihlíðinni.