Hrafnsfoss WI 4

Leið nr. 2

WI 4(-?)

★★★

75 m. Formfagur ísfoss fyrir miðju Hrafnsgili, vel rúm línulengd af viðvarandi 80° klifri, sé klifrað upp fossinn þar sem hann er hæstur. Lýsingin “Soft Óríon” var látin falla í frumferðinni (leið 2a).  Nokkrum vikum síðar klifruðu Halldór Fannar og Ágúst Kristján afbrigði 2b og höfðu orð á því að sú leið væri nær WI5, þar sem hún færi upp brattasta hluta fossins sem ekki var í aðstæðum þegar frumferð var farin.

FF: Sigurður A. Richter & Ólafur Þ. Kristinsson, 2024

Aðkoma: Fossinn er í Hrafnsgili í Hrafnkelsstaðabotni við vestanverða botn fjarðarins, áberandi stærsta gilinu á svæðinu. Sérstaklega þægileg aðkoma er að gilinu, hægt er annað hvort að leggja á bílastæði Skotfélags Snæfellsness, eða við brúnna yfir Hrafnsá. Gangurinn upp að og inn gilið er rétt rúmur 1 km á svo gott sem flötu.

 

Klifursvæði Snæfellsnes
Svæði Kolgrafarfjörður
Tegund Ice Climbing
Merkingar

3 related routes

Hrafnsfoss WI 4

Leið nr. 2

WI 4(-?)

★★★

75 m. Formfagur ísfoss fyrir miðju Hrafnsgili, vel rúm línulengd af viðvarandi 80° klifri, sé klifrað upp fossinn þar sem hann er hæstur. Lýsingin “Soft Óríon” var látin falla í frumferðinni (leið 2a).  Nokkrum vikum síðar klifruðu Halldór Fannar og Ágúst Kristján afbrigði 2b og höfðu orð á því að sú leið væri nær WI5, þar sem hún færi upp brattasta hluta fossins sem ekki var í aðstæðum þegar frumferð var farin.

FF: Sigurður A. Richter & Ólafur Þ. Kristinsson, 2024

Aðkoma: Fossinn er í Hrafnsgili í Hrafnkelsstaðabotni við vestanverða botn fjarðarins, áberandi stærsta gilinu á svæðinu. Sérstaklega þægileg aðkoma er að gilinu, hægt er annað hvort að leggja á bílastæði Skotfélags Snæfellsness, eða við brúnna yfir Hrafnsá. Gangurinn upp að og inn gilið er rétt rúmur 1 km á svo gott sem flötu.

 

Hrafnsfoss – Framhald WI 2

Leið nr. 3

20 m. Ef gengið er um 100 m eftir fallegu gilinu yfir Hrafnsfossi er komið að stuttum, breiðum ísklepra. Hverfur líklega undir skafl síðla vetrar.

Veðurfölnir WI 3

Leið nr 1

120 m. Mjög auðveld ísrás leiðir upp að um 50 m háum þriðju gráðu ísfossi sem skipt er upp af stuttum stalli. Fyrri hlutinn fennir í kaf snemma vetrar svo rásin verður þægileg uppgöngu, en getur líka skapað snjóflóðahættu.

Aðkoma: Leiðin er í Hrafnsgili í Hrafnkelsstaðabotni við vestanverða botn fjarðarins, áberandi stærsta gilinu á svæðinu. Sérstaklega þægileg aðkoma er að gilinu, hægt er annað hvort að leggja á bílastæði Skotfélags Snæfellsness, eða við brúnna yfir Hrafnsá. Gangurinn upp að og inn gilið er rétt rúmur 1 km á svo gott sem flötu.

FF: Ólafur Þ. Kristinsson & Sigurður A. Richter, 2024

Skildu eftir svar