Veturinn 2023 var óvenju kaldur; á suðvesturhorninu var talað um kaldasta veturinn í hundrað ár. Þetta skapaði einstakar aðstæður í Glymsgili og þá sérstaklega fyrir vatnsfallið Glym. Þann 17. janúar héldu íslendingur búsettur á ítalíu og ítali búsettur á Íslandi inn gilið, með það að markmiði að klifra eina af mörgum sögufrægum leiðum innst í gilinu. Það fór hins vegar á annan veg. Sökum einstakra aðstæðna og ruglingslegra teikninga þá klifruðu þeir nýja leið. Á meðan klifrinu stóð töldu þeir sig vera á Sacrifice (WI5+) eða tilbreytingu við Draumaleiðina (WI5+) en síðar kom í ljós að um hvorugt var að ræða.
Fyrri helmingur leiðar liggur beint up í „gin“ Glyms – þar sem flæði vatns er sterkast og fossinn er venjulega opinn og vatnið spýtist úr honum eins og úr gapandi munni. Leiðin Sacrifice er á vinstri hönd og Draumaleiðin er töluvert til hægri (hún endar á suðurbarmi gilsins). Þessi fyrri partur innihélt heila spönn af yfirhangandi blómkálshausum sem gerði tryggingar nokkuð snúnar og klifrið krefjandi þar sem hver þrívíddarþrautin tók við af annarri. Það má segja að ísmyndanir á þessum hluti hafi minnt á stórar skattar tennur í jötni, sem er afar viðeigandi. Á seinni helmingi leiðar þurfti að hliðra til hægri þar sem fossin var ennþá opinn í efri hlutanum. Nafnið „Gin Glyms“ þykir því lýsa leiðinni nokkuð vel, það er stuðlað sem er vinsæll siður í íslenskri tungu, og svo má vera að áhugi klifrara á Gin&Tonic hafi spilað eitthvað inn í.
Leiðarlýsing
Leiðin hefst milli Sacrifice og Draumaleiðin. Þær leiðir eru númeraðar 14,1 og 14,5 hér. Miðað við þessar tölur ætti Gin Glyms að vera 14,2 þar sem hún er nær þeirri fyrrnefndu. Leiðin er löng (yfir 200 metrar) og hér er tilraun að vídeótópo til þess að sýna hana í heild sinni.
Spönn 1 (35m WI4+): Í fyrstu spönn er farið beint upp, á nær lóðréttum ís sem er að mestu sléttur. Akkerið var valið þar sem fyrsta hvíldin bauðst – áður en blómkálshausasúpan tók við. Í upphafi spannar þurfti að klöngrast yfir sprungu þar sem ísinn á botni árinnar hafði skilið sig frá fossinum.
Spönn 2 (55m WI5): Fyrst er hliðarð til hægri um fimm metra. Þannig er tryggjarinn úr falllínu og klifrarinn er beint fyrir neðan blómkálshausaævintýrið. Gæði íssins í þessari spönn var allskonar en alltaf fundust samt tryggingar til að róa sálarterið. Þökin og grýlukertin útheimtu tækni sem var meira eins og grjótglíma en hin dæmigerða rútina sem fylgir bröttum ís. Það var stundum erfitt að sjá hvert ætti að halda þegar hvíld var tekin undir þaki og þá var gott að geta kallað niður til tryggjarans og spurt til vegar. Spönnin endar við stóran ísvegg, við botninn þar sem fossin var opinn, en þar var skjól fyrir úða og fallandi ís.
Spönn 3 (75m WI4+): Hefst á ísgöngu í aflíðandi rás sem endar hægra megin við dynjandi fossinn. Það er hægt að tryggja hægra megin við rásina og í frumferð var sett ein skrúfa þar, á miðri leið. Það var talið mikilvægara að koma sér sem fyrst yfir þennan kafla þar sem hann veitir enga vörn gegn úða eða hrynjandi ís. Þegar komið er á hinn endann er nóg af ís fyrir skrúfur. Þessi rás er um 15-20 metrar, afgangurinn af spönninni er hefðbundið bratt ísklifur. Notað var 60m einfalt reipi í frumferð og var það framlengt í 75 metra með því að nota hlaupandi trygginar við lok spannarinnar.
Spönn 4 (60m WI4+): Hefst á bröttu en frekar stuttu íshafti. Eftir það var klifrað á afar viðkvæman máta, þar sem snjór huldi ísinn. Brattinn var ekki 90 gráður þannig að það var hægt að halla sér inn í snjóinn en allar hreyfingar þurfti að framkvæma varlega til að fara ekki að renna af stað, í vitlausa átt! Tryggingar þurfti að leita uppi, oft voru langir kaflar með engum tryggingum. Eftirá að hyggja hefði verið hægt að klifra á betri ís lengra til vinstri en það hefði sett klifrara nær dynjandi fossinum sem býður heim öðrum hættum. Á þessari spönn kláruðum við líka reipið og fundum þar góða ís fyrir akkeri. Þetta leiddi þó til þess að við þurftum að klifra stutta aukaspönn til að komast upp á Botnsá þar sem hún fellur fram af gilinu.
Spönn 4.1 (10m WI3): Þessi spönn virkaði fislétt í samanburði við allt annað sem við höfðum gert þennan dag. Ekki mikið um hana að segja annað en að þegar við hófum hana þá höfðum við ekki hugmynd um hvað væri langt eftir, þar sem ekki sést upp úr gljúfrinu frá akkerinu á fjórðu spönn.
FF. Halldór Fannar og Matteo Meucci, 17. janúar 2023
Veturinn 2023 var óvenju kaldur; á suðvesturhorninu var talað um kaldasta veturinn í hundrað ár. Þetta skapaði einstakar aðstæður í Glymsgili og þá sérstaklega fyrir vatnsfallið Glym. Þann 17. janúar héldu íslendingur búsettur á ítalíu og ítali búsettur á Íslandi inn gilið, með það að markmiði að klifra eina af mörgum sögufrægum leiðum innst í gilinu. Það fór hins vegar á annan veg. Sökum einstakra aðstæðna og ruglingslegra teikninga þá klifruðu þeir nýja leið. Á meðan klifrinu stóð töldu þeir sig vera á Sacrifice (WI5+) eða tilbreytingu við Draumaleiðina (WI5+) en síðar kom í ljós að um hvorugt var að ræða.
Fyrri helmingur leiðar liggur beint up í „gin“ Glyms – þar sem flæði vatns er sterkast og fossinn er venjulega opinn og vatnið spýtist úr honum eins og úr gapandi munni. Leiðin Sacrifice er á vinstri hönd og Draumaleiðin er töluvert til hægri (hún endar á suðurbarmi gilsins). Þessi fyrri partur innihélt heila spönn af yfirhangandi blómkálshausum sem gerði tryggingar nokkuð snúnar og klifrið krefjandi þar sem hver þrívíddarþrautin tók við af annarri. Það má segja að ísmyndanir á þessum hluti hafi minnt á stórar skattar tennur í jötni, sem er afar viðeigandi. Á seinni helmingi leiðar þurfti að hliðra til hægri þar sem fossin var ennþá opinn í efri hlutanum. Nafnið „Gin Glyms“ þykir því lýsa leiðinni nokkuð vel, það er stuðlað sem er vinsæll siður í íslenskri tungu, og svo má vera að áhugi klifrara á Gin&Tonic hafi spilað eitthvað inn í.
Approach: park the car by Glymur park and walk back to the gate of the summerhouses 100m before. Walk the road and take the right brach. next to the houses there are 2 option: or follow the canyon up to the waterfall or go on the left and then by the place, lower on the slope towards the route. If you stay on the right of the canyon going up then you need to go over the route, find a place to cross the stream and then lower and by the slope get into the canyon.
The top part of the route is visible from the road, so easy to check if in condition or not.
FA: Matteo Meucci and Kasper Solveigarson 16/01/2023 WI4 25m
Leið staðsett í botni Svörtugjáar í Botnsdal, nálægt Glymsgili.
Fyrirtaks leið sem á skilið miklu fleiri heimsóknir.
Leiðin hefst á stuttum þrist sem leiðir mann inn í mjótt gljúfur. Svolítill gangur tekur mann í botn gljúfursins þar sem laglegur 60 metra hár foss tekur á móti manni. Hægt er að klifra hann í tveimur 30 metra spönnum og búa til þægilegan stans í litlum helli hægra meginn í fossinum.
Leið í áberandi gili rétt áður en komið er í sjálft Glymsgilið.
Þegar gengið er eftir gönguleiðinni upp að glym er farið í gegnum helli sem heitir Þvottahellir. Þegar staðið er uppi á brún áður en farið er niður og í gegnum hellinn þá er Stóragil þar beint á móti.
Leiðin byrjar aflíðandi en verður brattari eftir því sem ofar dregur. Fyrir ofan leiðina er bratt kerti sem er ófarið eins og er.
FF: Gunnar Ingi Stefánsson og Illugi Örvar Sólveigarson, desember 2019
Leiðin er fyrir neðan Hvalina þrjá og byrjar fyrir neðan stóru steinana og þrenginguna í gilinu. Séð úr gilinu virðist vera ,,slabb“ í leiðinni og er nafnið dregið af því. Leiðin byrjar í sléttum vegg með þunnum ís, ca. 25 m. Þaðan er haldið yfir slabbið að þunnum kertum og flóknum. Leiðin endar í 10m klettum.
FF: Jón Haukur Steingrímsson og Guðmundur Tómasson, 1997, ríflega 2 spannir, WI 4/5
Þeir sigu niður Þrym og klifruðu upp nýja leið fyrir neðan, þ.e. vinstra megin við Þrym sem er nr. 11 í leiðarvísi nr 23. – viðauka. Nýja leiðin, sem þeir nefndu Hlyn, er þriggja spanna og fyrstu tvær voru nokkuð brattar með miklum snjó en sú síðasta var mjög brött með miklu íshröngli. Ekki var hægt að komast beina leið upp á brún vegna þess að ísinn náði ekki niður og klettarnir eru slúttandi síðustu 20 metrana.
FF: Guðmundur Helgi, Páll Sveinsson og Þorvaldur Þórsson, 1. mars 1998, 130m
Leið ekki merkt inn á mynd, hægra megin við leið númer 14
Nýtt afbrigði af Glym. Leiðin er alveg innst inni í kvosinni rétt vinstra megin við Glym sjálfan. Þetta voru rúmlega fjórar spannir og er WI 5+ að sögn Christophe Moulin. Leiðin hlaut nafnið Sacrifice vegna þess að Manu missti af sér hjálminn í annari spönn og öxi eins klifrara sem stóð á brúninni endaði einnig i gilbotninum.
Leið skammt fyrir neðan leið númer 19, sem sag ein af stuttu ísfossunum
Leiðin er í þröngu gili. Leiðin byrjar á stuttu íshafti 6 -7 m og þaðan upp flata inn að öðru 30m hafti.
FF: Ívar Finnbogason og Rúnar Óli Karlsson, 19. janúar, 30m
180-200 m. 4 spannir.
Neðsta leiðin i aðalveggnum. Hún hefst á íslausu eða íslitlu hafti sem er um 15 m 6 hæð. Þaðan er snjóbrekka yfir að fríhangandi kerti neðst í 50 m háum ísfossi.
FF: Dagur Halldórsson og Viðar Þór Hauksson, 24.feb.1995.
Leið númer 17, myndin er af efri hluta leiðarinnar
100 m. 2-3 spannir
Leiðin byrjar í 20 m langri snjóbrekku sem leiðir að 5m háu klettahafti með þaki. þaðan
er önnur 20 m snjóbrekka að 60 m háum lóðréttum
ískafla. Leiðin endar eins og leið nr 15. (Ísalp leiðin)
FF: Hallgrímur Magnússon og Páll Sveinsson, 19. feb.1995.
100 m. 3 spannir
Leiðin byrjar í greinilegu ísmiklu hafti, þá tekur við snjóbrekka sem liggur upp að klettabelti, um 15 m háu, og þaðan eru 50 m í þunnum ís að 10 m háu kerti. Leiðin endar eins og leið nr 15. (Ísalp leiðin)
FF: Dagur Halldórsson og Viðar Þór Hauksson 19. feb.1995.
100 m. 2-3 spannir
Ísstallar með lóðréttum höftum. Þegar leiðinni er lokid Þarf að hliðra eftir syllu í miðjum klettaveggnum. Þessi hliðrun er varasöm og leiðin því ekki ráðleg byrjendum.
FF: Árni Eðvaldsson, Ólafur V. Birgisson og Þorvaldur Þórsson, 4. mars.1995.
Leiðin hefur bara verið klifin einu sinni og þá var sigið inn í gilið ofan frá. Leiðin er í hægri hluta Glyms og yrði þá leið 14,5 í númeraröðinni. 200m
Leiðin byrjar á tveimur auðveldum 4. gráðum og síðan tekur við stutt lóðrétt haft upp til hægri á sillu sem er undir þaki. Þarna verður að hliðra til vinstri heila spönn til að komast framhjá þakinu. Síðan tekur við létt brölt upp skoru upp á næstu sillu fyrir ofan og hliðrað síðan aftur til hægri undir næstu spönn. Næsta spönn er um 50m lóðrétt (á köflum aðeins yfirhangandi) og vantaði um 3m í að ísinn næði saman um 1/3 af leiðinni upp haftið. Þarna er hægt að nota bergtryggingar. Þetta íshaft er lang erfiðasti partur leiðarinnar. Þar fyrir ofan tekur við létt snjóbrölt og hliðrun til hægri framhjá hengjum á brúninni. Leiðin endar við áberandi stein(eða klett) sem er þarna frammi á stapa þar sem stoppað er mjög oft til að skoða fossinn.
Leiðin er upp suðurbarm Glymsgils og er nokkurnvegin beint á móti leið sem kallast Hlynur.
Umsögn um frumferðina á þessari leið má finna í Ísalp ársriti frá árinu 2000
FF. Páll Sveinsson og Þorvaldur V. Þórsson, 10. mar. 1999
Leiðin liggur næst Glym upp eftir veggnum, hægra megin við leiðir 12 og 13. Fyrsta spönniner tortryggð vegna úðans frá fossinum. Fyrstu tvær spannirnar eru mjög brattar, við af þeim tekur stutt WI 3 spönn undir lokaveggnum.
FF: Hallgrimur Magnússon, Hörður Magnússon
og Tomas Grønvaldt.
Fyrstu tvær spannirnar eru þær sömu og í leið 12. Þaðan er hliðrað upp til hægri og fossinn klifinn á enda. Þriðja spönninn er af 3. gráðu og við af henni tekur lokaveggurinn rúmir 40 metrar.
FF: Dagur Halldórsson og Karl Ingólfsson, 11. feb. 1995.
Leiðin liggur lengst til vinstri í Glymshvelfingunni. Eftir tvær spannir er hliðrað til vinstri yfir Þrym og leiðin kláruð hægra megin í þeirri rennu. Fyrsta spönnin er klifruð innst í kverk og í annarri spönn er farið hægra megin við kverkina upp í stans. Í þriðju spönn er svo hliðrað til vinstri undir lóðrétt kerti.
FF: Magnús Gunnarsson, Páll Sveinsson og Þorvaldur Þórsson, 13. Mars 1994.
Bein lína innst í gilinu við hlið Glyms. Klifrað er upp kverk fyrstu tvær spannirnar þar sem leiðin opnast og endar samhliða upprunalegu leið Glyms. Leiðin er mjög samfelld og með slæmum tryggingastöðum.
FF: Guðmundur Tómasson og Jón Haukur Steingrímsson, 24. feb. 1995.
Leiðin er innst í röð þessara þriggja fossa. Leiðin byrjar á bröttu íshafti ca. 10 m. Við af því tekur snjóbrekka undir 50 m frístandandi ískerti. Leiðin endar á syllu hægra megin við Svala. Liggur beinast við að klára leiðina upp Svala eða Þorsta. Einnig er hægt að hliðra eftir syllunni til vinstri og ljúka leiðinni þannig.
Erfiðasta Hvalurinn.
FF: Hallgrímur Magnússon og Páll Sveinsson, 15 feb. 1995.
Leiðin liggur upp efitr stuttum íshöftum og bröttum ísbrekkum fyrstu 70 m. í lokin er bratt ískerti 25-30 m. Þar endar leiðin á syllu neðan við Svala. Það liggur beint við að klára leiðina upp Svala eð ljúka leiðinni með því að hliðra eftir syllunni til vinstri.
FF: Páll Sveinsson og Þorvaldur Þórsson, 18 feb. 1995.
Nokkur stutt höft eru fyrstu 50 metrana upp að 50 m háum mjög bröttum fossi. Leiðin liggur upp með kverk og það er klifrað innst í henni. Leiðin endar rétt vinstra megin við Þorsta.
FF: Dagur Halldórsson og Viðar Þór Hauksson, 17 feb. 1995.
Lóðrétt kerti þar sem endatrygging er í tré (NB eina leiðin svo vitað sé sunnan heiða). Aðkoma er auðveld hvort sem er ofan við fossana eða upp með gilinu.
FF. Björn Ólafsson og Þorvaldur Þórsson, 26. des. 1995.
Stuttir æfingafossar. Aðkoma er auðveld hvort sem er ofan við fossana eða upp gilbotninn.
Ekki láta nafnið rugla ykkur, leiðirn „Ísfossar neðst í gilinu“ er bara leið 1 en ekki 1-4
FF: Ekki vitað
Comments
Vel gert. Hugsa að þetta sé fyrsta skipti sem klifrað er þarna rétt hægra megin við fossinn (spönn 3 og 4). Fyrri parturinn er á svipuðum slóðum og það sem ég hef túlkað sem leiðina Sacrifice, hef bara aldrei fengið almennilega staðfestingu á því hvar sú lína er. Ég, Matteo og Jonni klifruðum allavega svipaðan fyrripart (spönn 1 og 2) og þessi leið en kláruðum upp vinstra meginn við beljandi fossinn. Niðurstaðan þá var að skrá ekki nýja leið því mögulega væri þetta bara leiðin Sacrifice. Umræða um þetta skapaðist á facebook https://www.facebook.com/photo/?fbid=10156978120927264&set=a.10156944395367264
Vel gert. Hugsa að þetta sé fyrsta skipti sem klifrað er þarna rétt hægra megin við fossinn (spönn 3 og 4). Fyrri parturinn er á svipuðum slóðum og það sem ég hef túlkað sem leiðina Sacrifice, hef bara aldrei fengið almennilega staðfestingu á því hvar sú lína er. Ég, Matteo og Jonni klifruðum allavega svipaðan fyrripart (spönn 1 og 2) og þessi leið en kláruðum upp vinstra meginn við beljandi fossinn. Niðurstaðan þá var að skrá ekki nýja leið því mögulega væri þetta bara leiðin Sacrifice. Umræða um þetta skapaðist á facebook https://www.facebook.com/photo/?fbid=10156978120927264&set=a.10156944395367264