Giljagaur WI 4

Blá lína á mynd.

Leiðin er í gili í Þórsmörk, lýsingin á aðkomunni hljómar svona:

Prentaðu út myndina og aktu áleiðis inn í Þórsmörk. Ef þú sérð leiðina ertu búinn að finna hana. Ef þú kemur að Gígjökli fórstu verulega langt framhjá henni og ættir að snúa við.

Í frumferð var neðsta og efsta haftið ekki vaxið alveg niður, því er hægt að sauma bæði framan og aftan á leiðina ef þeir hlutar eru í aðstæðum

FF: Ívar Finnbogason og Freyr Ingi og Viðar Helgason

Klifursvæði Þórsmörk
Svæði Grettisskarð
Tegund Ice Climbing
Merkingar

4 related routes

Þorskastríðið WI 3

Rétt áður en komið er að Sauðá eru nokkrar kviltar í fjallshlíð sem vísar í norður.
Þar eru leiðir sem heita Jólakötturinn og Giljagaur. Ágætis klifur með mörgum stöllum milli stuttra en skemmtilegra ísfossa.
Neðst í Þorskastríðinu er stórt fríhangandi kerti sem við höfum klifrað í toprope.
Gaman væri að reyna að tengja það með mix klifri einn daginn. En lítið um tryggingar uppað kertinu.

Farið er upp fyrstu spönn á Jólakettinum. Og þaðan þverað til vinstri inná leiðina.
Leiðin eru margir stuttir en brattir kaflar og á einum stað er stór steinn sem þarf að klöngrast yfir.
Mjög skemmtileg leið í góðum ísaðstæðum en stundum fyllast stallar af snjó eftir mikla snjókomu.

WI3 ca. 100m í heildina. Hægt er að labba niður af leiðinni. Hlíðin er brött.

Leiðin fékk nafnið Þorskastríðið þar sem hópinn skipuðu tvö frá Stóra-Bretlandi og tveir frá Íslandi.

FF: Bjarni Guðmundsson, Sigurður Bjarni Sveinsson, Ginny Amanda, Chris Haworth, 25. janúar 2018

Garnaflækja WI 3

Rétt áður en komið er að Sauðá eru nokkrar kviltar í fjallshlíð sem vísar í norður.
Þar eru leiðir sem heita Jólakötturinn og Giljagaur. Ágætis klifur með mörgum stöllum milli stuttra en skemmtilegra fossa.

Garnaflækja er í næstu kvilt við Þorskastríðið í austur. (eða vinstra megin þegar horft er á fjallshlíðina) Leiðin var klifruð í aðstæðum þegar var mikill snjór. Þetta er svipað klifur og Þorskastríðið en þó með lengri stalla milli sumra ísfossanna. Á einum stað er stutt brött súla sem mætti kalla krúx leiðarinnar. Annars mjög þæginleg og skemmtileg leið með frábæru útsýni yfir Markárfljótsaurana.

Nafnið kom út frá misheppnaðri tilraun til að síga niður leiðina og vegna langra stalla flæktist línan all svakalega. Frumfarar mæla með að labba niður af leiðinni.

WI3 ca. 100m í heildina.

FF: Bjarni Guðmundsson, Þórir Guðjónsson og Helgi Þorsteinsson, 29. janúar 2018

Jólakötturinn WI 3+

Rauð lína á mynd.

Þegar ekið er í átt að þórsmörk er farið framhjá nauthúsagili og áður er farið yfir fyrstu ánna (sauðá) er blasir þetta allt við. Þetta er fyrsta línan vinstra megin við giljagaur eftir fyrstu spönn er farið í gilið til hægri og í staðin fyrir að fara giljagaurs spönnina er farin stutt spönn sem er vinstramegin og hægt svo að tengja aftur eftir það.

FF: Ólafur Þór Kristinnsson og Þórir Guðjónsson, 3. janúar 2018, WI 3/4

Giljagaur WI 4

Blá lína á mynd.

Leiðin er í gili í Þórsmörk, lýsingin á aðkomunni hljómar svona:

Prentaðu út myndina og aktu áleiðis inn í Þórsmörk. Ef þú sérð leiðina ertu búinn að finna hana. Ef þú kemur að Gígjökli fórstu verulega langt framhjá henni og ættir að snúa við.

Í frumferð var neðsta og efsta haftið ekki vaxið alveg niður, því er hægt að sauma bæði framan og aftan á leiðina ef þeir hlutar eru í aðstæðum

FF: Ívar Finnbogason og Freyr Ingi og Viðar Helgason

Skildu eftir svar