Efri Dyrhamar
Efri Dyrhamar er númer 2 á myndinni, hærri og nær Hvannadalshnúk.
Efri Dyrhamar er yfirleitt ekki strembinn uppferðar frá norðurhliðinni, þar sem hann er lægstur, oft er vindskafinn snjóhryggur alla leið upp á topp, svo að oft þarf ekki einu sinni að klifra til að komast á tind Efri Dyrhamars.
Þarna hefur þó verið klifrað upp í erfiðari aðstæðum en lítið af heimildum finnst um það klifur eða hvort að það hafi verið á annari hlið en norðurhliðinni
Algengast er að ganga frá Öræfajökulssléttunni, undir Hvannadalshnúk og elta þar hrygginn upp á Efri Dyrhamar. Einnig er hægt að koma eftir Hvannadalshryggnum, hliðra undir Neðri Dyrhamar, fram hjá Dyrunum og svo hliðra undir Efri Dyrhamar, þar til komið er að norðurhliðinni.
FF: Helgi Benediktsson leiðsögumaður og hópur, 06.08 1978
Klifursvæði | Öræfajökull |
Svæði | Dyrhamar |
Tegund | Alpine |
Merkingar |