Þetta er fyrsta áberandi gilið sem sést á leiðinni þegar gengið er að fjallinu. Þetta er langt gil í mörgum stöllum sem endar upp á brún. Fyritaks ævintýraleið.
4 spannir. Leiðin byrjar á WI3 um tvær spannir og síðan upp lóðréttan kafla sem endar í þaki sem hliðra þarf undir út á 15m langt fríhangandi kerti. Síga þarf niður leiðina.
Leiðin var endurtekin 2015 í mun ísmeiri aðstæðum og var þá um WI5
5 spannir. Leiðin byrjar á einni spönn af WI3 og síðan fjórum spönnum af stöllum sem eru frá 10m og upp í 40m háir. Síga verður niður leiðina þar sem það er eina leiðin niður.
2 spannir. Leiðin er í ísþilinu lengst til suðurs, og alveg hægra megin í því. Liggur upp um 60m brattan ískafla og síðan upp snjógil. Endar á 12-15m löngu lóðréttu kerti. Gengið er niður suður af fjallinu.
Ísþilið til vinstri býður upp á góðar leiðir á bilinu WI3-WI4
Comments