8 related routes

Fýlaharmonía WI 5+

Stök leið í vestanverðri Mýrarhyrnu.

Um það bil eins lóðrétt og hægt er, svo eru stuttar gardínur uppi sem ná ekki niður.

FF: Guðmundur Helgi Christensen og Jón Haukur Steingrímsson, ca 2001

Þvergil WI 3

Leið merkt sem 7

Þetta er fyrsta áberandi gilið sem sést á leiðinni þegar gengið er að fjallinu. Þetta er langt gil í mörgum stöllum sem endar upp á brún. Fyritaks ævintýraleið.

FF. óþekkt

 

Comeback WI 5

Leið merkt sem 6

2 spannir. Fyrri spönnin er WI4 en sú seinni er strembnari og fer upp 45m langt kerti.

FF. Árni Eðvaldsson, Júlíus Gunnarsson og Símon Haldórsson.

Abdominal WI 5

110m. Mjög falleg og brött klifurleið sem er, eins og svo oft áður, erfiðari en hún lítur út fyrir að vera. Leið merkt sem 5.

FF. Ingólfur Ólafsson, Styrmir Steingrímsson og Rúnar Óli Karlsson.

Abdominal

 

Robbi fræsir upp. Mynd: Árni Stefán

Wakeup Call WI 6+

Leið merkt sem 4

4 spannir. Leiðin byrjar á WI3 um tvær spannir og síðan upp lóðréttan kafla sem endar í þaki sem hliðra þarf undir út á 15m langt fríhangandi kerti. Síga þarf niður leiðina.

 

FF. Guðmundur Helgi og Páll Sveinsson.

Kerling WI 4+

Leið merkt sem 3

5 spannir. Leiðin byrjar á einni spönn af WI3 og síðan fjórum spönnum af stöllum sem eru frá 10m og upp í 40m háir. Síga verður niður leiðina þar sem það er eina leiðin niður.

FF. Þorvaldur Þórsson og Helgi Borg.

Christian IX WI 4+

Leið merkt sem 2

5 spannir. Leiðinni svipar mjög til Kerlingar. Síga þarf niður leiðina.

FF. Örvar Þorgeirsson, Símon og Árni Eðvaldsson

Golíat WI 4

2 spannir. Leiðin er í ísþilinu lengst til suðurs, og alveg hægra megin í því. Liggur upp um 60m brattan ískafla og síðan upp snjógil. Endar á 12-15m löngu lóðréttu kerti. Gengið er niður suður af fjallinu.

Ísþilið til vinstri býður upp á góðar leiðir á bilinu WI3-WI4

 

FF. Davíð(HSG) og Einar Sigurðsson

Leave a Reply