Brattasti þristur landsins WI 4+
Leið 2
80m WI4(+?)
Leiðin liggur upp Grundarfossinn, um 20 metra hægra megin við upprunalegu leiðina þeirra Bjögga og Skabba. Þar sem ísinn myndast á fjölbreyttann hátt, er nóg í boði af mismunandi útgáfum í virkilega skemmtilegum ís.
Leiðin átti að vera stuttur, þægilegur þristur til að hita upp fyrir ísklifurfestivalið, en kom græningjunum svona líka hressilega í opna skjöldu. Fyrri helmingur þessarar útgáfu fylgir víðri kverkinni upp og út á lóðrétt tjald, en seinni helmingur (hliðrar ögn til hægri) býður upp á ítrekaðar yfirhangandi regnhlífasúpur. Leiðin endar svo á þægilegra klifri upp á topp sem getur endað í hengjukrafsi.
FF: Sigurður Ýmir Richter & Guðmundur Ísak Markússon, 2019
Klifursvæði | Snæfellsnes |
Svæði | Grundarfoss |
Tegund | Ice Climbing |
Merkingar |