Wilson WI 3

Leið númer 2

Í klettahömrum Vatnshlíðar í Seljalandsdal í Álftafirði er fjöldinn allur af leiðum til klifurs.

Leiðirnar Cast Away og Wilson voru klifraðar á ísklifurfestivali Ísalp febrúar 2020 og eru að finna í hömrunum innst í dalnum.

Áætlunin var að klifra í hömrunum utar eða þar sem Stigið og Hryggspenna eru en það fór ekki betur en svo að klifurfélaginn lenti í vandræðum með að komast yfir ánna. Með blauta fætur skakklappaðist undirritaður yfir ánna og endaði sem strandaglópur, félagalaus og skrúfulaus.

Þegar komið var að Wilson var Heiða komin yfir ánna veitti líflínu í stað einmannaleikans.

FF. Bjartur Týr Ólafsson & Heiða Aðalbjargar, febrúar 2020

Wilson fylgir ísnum hægra meginn fyrir miðja mynd
Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Seljalandsdalur
Tegund Ice Climbing

Cast Away WI 3

Leið númer 1

Í klettahömrum Vatnshlíðar í Seljalandsdal í Álftafirði er fjöldinn allur af leiðum til klifurs.

Leiðirnar Cast Away og Wilson voru klifraðar á ísklifurfestivali Ísalp febrúar 2020 og eru að finna í hömrunum innst í dalnum.

Áætlunin var að klifra í hömrunum utar eða þar sem Stigið og Hryggspenna eru en það fór ekki betur en svo að klifurfélaginn lenti í vandræðum með að komast yfir ánna. Með blauta fætur skakklappaðist undirritaður yfir ánna og endaði sem strandaglópur, félagalaus og skrúfulaus.

Það var ekki margt annað í stöðunni en að einfara auðveldan ís þar sem hamrarnir voru hvað lægstir.

FF. Bjartur Týr Ólafsson, febrúar 2020

Cast Away, breiða ísþiliði fyrir miðju
Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Seljalandsdalur
Tegund Ice Climbing

Trail mix WI 3

Rauð leið á mynd

Eitt af neðri berglögunum í Svarthamarsfjalli í hlíðinni sem snýr niður að Djúpveg. Ca 300m hæð.

Leiðin innihélt eina klettahreyfingu og hópurinn var með trail mix við höndina

FF: Erla Guðný Helgadóttir, Fjóla Björg, Gunnar Ingi Stefánsson, Hjördís Björnsdóttir, Mike Walker, Ólöf Sesselja Ingimundardóttir, Rob Askew og Tryggvi Guðmundsson, 9. febrúar 2020

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Svarthamarsfjall
Tegund Ice Climbing

Once upon a time …in Álftafjörður WI 3

Gula línan á mynd

Eitt af neðri berglögunum í Svarthamarsfjalli í hlíðinni sem snýr niður að Djúpveg. Ca 300m hæð.

FF: Erla Guðný Helgadóttir, Fjóla Björg, Gunnar Ingi Stefánsson, Hjördís Björnsdóttir, Mike Walker, Ólöf Sesselja Ingimundardóttir, Rob Askew og Tryggvi Guðmundsson, 9. febrúar 2020

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Svarthamarsfjall
Tegund Ice Climbing

Team Faff WI 3

Bláa línan á mynd

Eitt af neðri berglögunum í Svarthamarsfjalli í hlíðinni sem snýr niður að Djúpveg. Ca 300m hæð.

FF: Erla Guðný Helgadóttir, Fjóla Björg, Gunnar Ingi Stefánsson, Hjördís Björnsdóttir, Mike Walker, Ólöf Sesselja Ingimundardóttir, Rob Askew og Tryggvi Guðmundsson, 9. febrúar 2020

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Svarthamarsfjall
Tegund Ice Climbing

Puttaferðalangar WI 3+

Leið númer 6 á mynd.

Leið rétt hægra megin við Brennivínshippann.

Ein full spönn. Jón Haukur og Þórður lögðu af stað upp leiðina og þegar Doddi var hálfnaður að elta gengu Hjördís og Gunni undir leiðina og spurðu hvort að þau gætu ekki komið með líka. Þessu var reddað og allir fengu að klifra.

FF: Jón Haukur Steingrímsson, Gunnar Ingi Stefánsson, Hjördís Björnsdóttir og Þórður Aðalsteinsson, 8. febrúar 2020.

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Hafradalur
Tegund Ice Climbing

Axarskaft M 4-

Leið 3 (efsti hluti leiðarinnar fylgir að vísu meir þunnu ísræmunni tvo metra vinstra megin við línuna)

Furðuleg leið í úrvalsbergi. Byrjar í mjög auðveldri, ísaðri gróf, þar til komið er upp undir flottan lóðréttan klettavegg. Þar er klöngrast upp nokkra stöllótta metra til hægri, í átt að gróinni klauf í brúninni. Um hálfa leið upp að henni er hins vegar tekin vinstrisnúningur og veggurinn klifraður beint upp (EK) á samansaumuðum sprungum, klettagripum og sprungutökum. Vandasamar tryggingar í efri hluta.

FF: Sigurður Ýmir Richter, 9. febrúar 2020

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Straumberg
Tegund Mixed Climbing

Öldugangur WI 5

Leið númer 2 á mynd.

Leiðin er í áberandi berggang í botni Hestfjarðar.

Mest áberandi leiðin frá veginum. Byrjar vinstra megin í haftinu sem er líklega oft breiðara þar sem að stórt stykki hefur nýlega hrunið hægra megin í þilinu. Hægt að koma sér í smá skúta í byrjun til að koma inn fyrstu tryggingu. Eftir það heldur leiðin beint upp nánast lóðrétt allan tímann. Í frumferðinni voru stórir uggar sem stóðu út úr veggnum og mynntu á öldur að brotna. Í toppnum á leiðinni þurfti að klifra á bak við eina þeirra.

WI 5, 25-30m

FF: Jónas G. Sigurðsson og Ottó Ingi Þórisson, 9. febrúar 2020

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Straumberg
Tegund Ice Climbing

Brotnar skeljar WI 3

Leið númer 1 á mynd.

Leiðin er í áberandi berggang í botni Hestfjarðar.

Leið sem lætur ekki mikið yfir sér en kemur svo á óvart og er brattari en maður heldur.

Í frumferð var eitthvað af ís og snjóskeljum sem brotnuðu undan manni þegar maður klifraði.

FF: Jón Haukur Steingrímsson og Þórður Aðalsteinsson 9. febrúar 2020

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Straumberg
Tegund Ice Climbing

No Ragrets WI 3+

Leið númer 8 á mynd

Þægileg og stöllótt leið með snjóbrekkum á milli. Í fyrstu spönn er áberandi kerti í þrengingu í gilinu sem býður upp á áhugaverðar hreyfingar. Ofarlega í leiðinni er hægt a líta yfir í leið númer 7 og ganga út á berggang sem skagar út í dalinn.

FF: Ágúst Þór Gunnlaugsson, Jónas G. Sigurðsson og Ottó Ingi Þórisson

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Hafradalur
Tegund Ice Climbing

Brennivínshippinn WI 4+

Leið númer 5 á mynd

Tvær spannir. Fyrri stöllótt en með ágætis höftum WI 3+. Seinni spönnin er svipuð þeirri fyrri en hún endar svo á lengra og brattara hafti upp að klettum þar sem allur ís hættir, WI 4+.

FF: Ágúst Þór Gunnlaugsson, Jónas G. Sigurðsson og Ottó Ingi Þórisson, 8. febrúar 2020

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Hafradalur
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

Vatnadrekinn

Leið númer 2 á mynd

Leiðin er að stórum hluta í snjógili þar sem standa upp úr ísbunkar. Gilið er nokkuð breitt og því hægt að velja sér erfiðleika. Efst er meiri og brattari ís

WI 2-3

FF:  Fjóla Björg, Gunnar Ingi Stefánsson, Hjördís Björnsdóttir, Mike Walker, Ólöf Sesselja Ingimundardóttir, Rob Askew og Tryggvi Guðmundsson, 8. febrúar 2020

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Hafradalur
Tegund Ice Climbing