Íslenski alpaklúbburinn kynnir

Banff kvikmyndahátíðina

Nú er komið að kvikmyndaviðburði ársins þegar Íslenski alpaklúbburinn heldur Banff kvikmyndasýningarnar hátíðlega. Í ár fara sýningarnar fram 17. og 19. mars. Hátíðin verður í Bíó Paradís við Hverfisgötu og við vonum að það verði ekki svo í síðasta skipti. Eins og fyrri ár sjá GG sport og Íslenskir Fjallaleiðsögumenn um að gera hátíðina mögulega á Íslandi.

Það er af nægu að taka og flestir útivistar- og jaðarsports iðkendur og áhugafólk ættu að finna eitthvað við sitt hæfi: klettaklifur, alpaklifur, skíði, fjallahjól, hlaup og fleira.

Miðasala

Miðasala fer fram í gegnum tix.is en einnig er hægt að kaupa miða á staðnum í bíó Paradís.

Stakt kvöld kostar 1600 kr en ef bæði kvöldin eru keypt í einu kostar það 2700 kr.

Fyrir meðlimi Ísalp kostar 1300 kr á stakt kvöld og 2000 kr ef bæði kvöldin eru keypt í einu.

Til að fá afsláttarkóða skal senda póst á stjorn@isalp.is

Fyrri sýning 17. mars

  • Charge
  • The Ladakh Project
  • Billder
  • The Imaginary Line
  • Spectre Expedition - Mission Antarctica
  • The Flip
  • Kentucky Iceclimbing
  • Circle of the Sun
  • REEL ROCK 13: Up to Speed
  • Danny Daycare

Seinni sýning 19. mars

  • Surfer Dan
  • Lhotse
  • Return to Earth
  • Myrtle Simpson: A Life on Ice
  • Good Morning
  • Horse Piste
  • REEL Rock 14: The High Road
  • Camel Finds Water
  • The Frenchy