Rannsókn á viðhorfum útivistarfólks til miðhálendisins

Óskað hefur verið eftir þáttöku félagsmanna Alpaklúbbsins í rannsókn sem er hluti af meistaraverkefni Michaels Bishops. Endilega smellið á hlekkinn hér að neðan og svarið spurningunum.

Hér með er vinsamlegast óskað eftir þátttöku félagsmanna Íslenska Alpaklúbbsins í rannsókn á viðhorfum útivistarfólks til miðhálendis Íslands.

Rannsóknin er hluti af mastersverkefni mínu í landfræði við Savoie Mont-Blanc háskóla í Frakklandi. Í vetur hef ég stundað nám sem skiptinemi við Háskóla Íslands og fékk þá mikinn áhuga á málefnum miðhálendisins. Þar sem megnið af fyrirliggjandi rannsóknum á hálendinu hefur snúið að erlendum ferðamönnum, ákvað ég að beina minni rannsókn að íslensku útivistarfólki.

Markmið rannsóknarinnar er að kanna viðhorf til miðhálendis Íslands á meðal íslensks útivistarfólks sem og viðhorf þess til stofnunar þjóðgarðs á miðhálendinu. Í rannsókninni er sérstaklega horft á eftirtalda þrjá þætti:

–       hvernig skynja svarendur miðhálendið og gildi þess?
–       hvernig skilgreina þeir mögulegar ógnir gagnvart miðhálendinu?
–       hver eru viðhorf þeirra til hugmynda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu?

Rannsóknin felst í netkönnun með rétt um 25 spurningum. Könnunin er nafnlaus og því verður ekki unnt að rekja svör til einstakra þátttakenda. Æskilegt er að þátttakendur svari öllum liðum könnunarinnar en þeir geta þó sleppt því að svara einstökum spurningum, kjósi þeir þess. Það tekur um það bil 15 mínútur að svara könnuninni.

Til þess að markmið rannsóknarinnar náist er afar mikilvægt að fá svör frá stórum og breiðum hópi íslensks útivistarfólks. Ég bið þig því vinsamlegast að framsenda bréf þetta til félagsmanna í þínum samtökum. Boðsbréf um þátttöku í rannsókninni hefur verið sent til forsvarsmanna tíu íslenskra útivistarsamtaka sem til samans ná yfir helstu hópa útivistarfólks á miðhálendinu. Eins og í öllum rannsóknum sem þessum er góð þátttaka mikilvæg forsenda fyrir áreiðanlegum niðurstöðum og því vonast ég til þess að sem flestir meðlimir í Íslenska Alpaklúbbnum muni taka þátt.

Hægt verður að svara netkönnuninni á tímabilinu 27. apríl til og með 6. maí, það er í tíu daga. Æskilegt er að þátttakendur svari könnuninni sem fyrst, það flýtir fyrir úrvinnslu niðurstaðna. Hér að neðan er hlekkur á könnunina:

https://utivistarfolkamidhalendinu.typeform.com/to/V25Snj

Rétt er að vekja athygli á því að þetta er fyrsta rannsókn sinnar tegundar á Íslandi. Með þátttöku í henni gefst svarendum ekki aðeins kostur á að leggja vísindunum lið heldur einnig að koma skoðunum sínum um stöðu og framtíð miðhálendisins á framfæri.

Skýrsla um könnunina og niðurstöður hennar verður send til allra félagasamtaka sem leitað hefur verið til þegar verkinu er lokið og einnig gerð aðgengileg á veraldarvefnum.

Kærar þakkir fyrir aðstoðina og bestu kveðjur,

Michaël Bishop
(netfang: mvb3@hi.is)

Skildu eftir svar