Ljósmyndakeppni og Leið ársins 2019

Þó vantað hafi sjálft ársritið á prentuðu formi, gekk útgáfa ársrit ÍSALP 2019 með eindæmum vel og var góð mæting og stemning á KEX hostel síðasta föstudagskvöld. Þar voru m.a. kynnt efstu sætin í ljómyndakeppninni, og má hér sjá fimm efstu sætin í hverjum flokki, en í blaðinu sjálfu fengu efstu þrjú sætin sína síðu hvert. Sigurmynd skíðaflokks, tekin af Martin Voigt, príðir forsíðu blaðsins, en sigurvegarar hinna flokkanna voru Egill Örn Sigurpálsson í klifurflokki og Virgil Reglioni í mannlíf á fjöllum.

Keppnin um leið ársins var haldin í annað sinn, og útvegaði Matteo verðlaunin í boði GG Sport. Fór keppnin þannig fram að tólf leiðir voru kynntar til leiks, og fengu viðstaddir meðlimir tækifæri til að kjósa um hver leiðanna hlyti verðlaunin. Úrslitin voru eftirfarandi: þriðja sætinu deildu leiðirnar Brattasti þristur landsins (WI4+) og Gnar for breakfast (AD+, WI3), í öðru æti var klettaleiðin Stefnið (5.10+), en fyrsta sætið og verðlaunin hreppti leiðin Jólatré, 180m WI5 frumfarin af þeim Bjarti Tý og Rory Harrison.

Leið ársins:

Leið ársins: Jólatré

Klifur:

Sigurmynd klifurflokks: Egill Örn Sigurpálsson - „Sigurður Richter býr sig undir klifur í Mýrarhyrnu á ísklifurfestivali Ísalp."2, sæti klifurflokks: Virgil Reglioni - „Rise from the Deep: Hanging deep in this bottom-less moulin, shooting from below, this shot brought me such an incredible experience photographing. The conditions were hard, hanging low on an uncomfortable position, ice particles falling down on me and my gears, i was trying to hold my balance with one hand, holding the ice axe jammed in the ice wall in front of me and shooting with the other one."3. sæti klifurflokks: Björgvin Hilmarsson - „Bjartur Týr Ólafsson í þriðju spönn leiðarinnar Kulusuk Hostel á Kulusuk eyju á Austur-Grænlandi. Leiðin er um 110 metrar og fimm spannir (5a / 5b / 6a+ / 6b / 3c)."4. sæti klifurflokks: Sigurður Ý. Richter - „Magnús Ólafur Magnússon klifrar upp í næstsíðasta stans suðurveggjar Midi tinds í frönsku Ölpunum."5. sæti klifurflokks: Bjartur Týr Ólafsson - „Matthew Mcateer stígur inn á sólríkt slabbið í fjórðu spönn Nabot Léon leiðarinnar á Rauða Turni Aiguille de Blatiére."

Skíði:

Sigurmynd skíðaflokks: Martin Voigt - „Gönguskiðaferð í Landmannalaugar með HSSK."2. sæti skíðaflokks: Haraldur Ketill Guðjónsson - „Á bakaleið yfir Drangajökul eftir þriggja daga ferð um svæðið á gönguskíðum. Hljóðabunga sést í bakgrunni."3. sæti skíðaflokks: Rowan Bashford - „Rúnar Pétur Hjörleifsson ripping a fresh line above his family home in Neskauðstaður"4. sæti skíðaflokks: Martin Voigt - „Miðnæturfjallaskíðaferð á Snæfellsjökul" 5. sæti skíðaflokks: Bjartur Týr Ólafsson

Mannlíf á fjöllum:

Sigurmynd í mannlíf á fjöllum: Virgil Reglioni - „Eternal: A capture from the golden hours through the long sea. Lost, deep in the highlands, this hike got us absolutely speechless and mind-blown. A perfect harmony between human and nature."2. sæti í mannlíf á fjöllum: Bjartur Týr Ólafsson - „Jón Heiðar og Ásgeir Már á leið niður norð-austur hrygg Obergabelhorn, 4063 m.y.s., í Sviss."3. sæti í mannlíf á fjöllum: Rowan Bashford - „Guðný Diljá Helgadóttir and I are out on a berry picking trip above some of the most scenic glacier tongues in Iceland. How lucky we are to have such incredible alpine and wilderness across the road from our house. Where else in the world is life this good?"4. sæti í mannlíf á fjöllum: Eric Contant - „Umferðarteppa í Khumbu ísfallinu milli fyrstu og annarra tjaldbúða Everestfjalls."5. sæti í mannlíf á fjöllum: Magnús Ólafur Magnússon - „Sigurður Ý. Richter á suðurvegg Midi tinds í frönsku Ölpunum. Í bakgrunni sjást tvö teymi á Cosmiques hryggnum."

Skildu eftir svar