Nú er komið að árlegu ljósmyndakeppni Ísalp, og erum við að vanda að leita að myndum í þrjá flokka; Klifur, Skíði og Mannlíf á fjöllum. Kosnir verða sigurvegarar í hverjum flokki og mun besta myndin príða forsíðu ársrits Ísalp 2019!
Myndirnar þurfa að vera teknar eftir ljósmyndakeppni seinasta árs (frá og með nóvember 2018) og er öllum velkomið að taka þátt. Reglurnar eru eftirfarandi:
-Þátttakendur mega senda að hámarki þrjár myndir hver
-Ekki skiptir máli í hvaða flokk hver mynd fer, en t.a.m. er hægt að senda eina mynd í hvern flokk eða allar þrjár í sama flokkinn
-Hver mynd getur einungis tekið þátt í einum um flokki
-Sú/sá sem tekur þátt þarf sjálf/ur að hafa tekið myndina
Taka skal fram í hvaða flokki hver mynd tekur þátt og helst skal fylgja stutt lýsing (ein setning).
Myndir þurfa að berast á stjorn@isalp.is fyrir miðnætti 15. nóvember!