Nýjustu fregnir herma að líkamsleifar Ísalp félagana Kristinns Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar eru komnar til byggða í Nepal.
Kristinn og Þorsteinn fundust í um 5.500 m hæð í hlíðum fjallsins Pumo Ri eftir að hafa horfið þar árið 1988.
Leifur Örn Svavarsson var hæðaraðlagaður eftir tvær gönguferðir í grunnbúðir Everest og bauð hann fram aðstoð sína við að kanna möguleika á því að koma líkamsleifum Kristinns og Þorsteins niður af fjallinu.
Þetta tókst og nú eru líkamsleifarnar í rannsókn hjá Nepölskum yfirvöldum áður en að hægt er að senda þær til Íslands.
http://www.visir.is/g/2018181129082/likamsleifar-thorsteins-og-kristins-komnar-til-byggda
Ísalp vill einnig benda á styrktarreikning sem hefur verið stofnaður á nafni sonar Kristinns. Reikningurinn er til þess að styrkja leiðangurinn til Nepal og annan kostnað sem hlýst af því að koma Kristni og Þorsteini til Íslands aftur.
Styrktarreikningur: 0370-13-004559.
Kennitala: 310389-2939.