Nýjar upplýsingar herma að leiðangur upp á fjallið Pumo Ri í Nepal hafi fundið líkamsleifar tveggja félaga Ísalp núna í síðustu viku.
Sennilegast er um að ræða Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson sem að fóru í leiðangur á fjallið í október 1988.
Þeir frumfóru leið upp suðvesturvegg fjallsins og sá ástralskt teymi til þeirra við toppinn. Eitthvað kom fyrir á niðurleiðinni og ekkert hefur til þeirra spurst í rúm 30 ár, fyrr en nú.
Beðið er eftir nánari upplýsingum frá Nepal að svo stöddu.
Kristinn og Þorsteinn voru öflugir í stafi klúbbsins. Þeir frumfóru nýjar leiðir út um allt land ásamt öðrum meðlimum klúbbsins. Þeir sátu báðir í ritnefnd klúbbsins og voru hluti þess teymis sem gerði ársrit Ísalp að því sem þau eru í dag.
Minning um þá félaga var birt í ársriti Ísalp árið 1989.