Weird girls WI 4
Skálafell
Skálafellsvegur (434 á korti) er keyrður út að enda. Hann breytist í línuveg á vinstri enda stóra bílaplansins fyrir neðan gömlu stólalyftuna. Nokkrar stórar holur eru í línuveginum þannig að fara þarf varlega, sérstaklega í miklum snjó. Ef vegurinn er keyrður út á enda þá er lagt hjá GPS 64°13’46.8″N 21°26’45.7″W .
Gengið er til vesturs og upp hlíðina. Fossinn er í Bolagili (sjá kort). GPS 64°13’54.7″N 21°27’44.8″W hnitin eru í gilinu fyrir neðan fossinn. Hann sést ekki fyrr en komið er nokkuð langt vestur þannig að glittir í efsta hluta hans. Gangan tekur um 20 mín ef vegurinn er keyrður út að enda, en rúmlega 30 mín frá stóra bílastæðinu hjá gömlu stólalyftunni. Fossinn er í rúmlega 500 m hæð yfir sjávarmáli og vísar í suðaustur. Gott skjól er í kringum hann þar sem hann er umlukinn klettum. Hann kemst því gjarnan í aðstæður snemma vetrar.
Fossinn er um 40 m hár og er hægt að velja ýmist erfiðari eða léttari WI4 leiðir til uppferðar. Þegar klifrinu lýkur er hægðarleikur að ganga niður hlíðina austan megin. Einnig má síga niður fossinn en þá þarf tvær línur eða eina 80 metra ef komast skal af með eina V-þræðingu.
FF: Sigursteinn Baldursson, Árni Gunnar Reynisson, Ari Trausti Guðmundsson og Hreinn Magnússon, janúar 1988.
Klifursvæði | Esja |
Svæði | Skálafell |
Tegund | Ice Climbing |
Merkingar |