Þyrnigerðið M 8+

Leið B6 á mynd.
Mælt er með að fara hægra megin upp á stallinn, sérstaklega ef ekki er búið að vera mikið frost.

Fyrst farin af: Róbert Halldórsson, Sigurður Tómas Þórisson og Matteo Meucci, 29. nóvember 2015.

Leiðin er mest megnis þétt boltuð, nema þar sem bergið bauð ekki upp á það (2 runout í miðri leið). 11 boltar og sigakkeri í toppinn. Leiðin er að mestu leiti þurr en það myndast eitthvað af ís í toppinn, þegar það slaknar á brattanum

Mixklifurleiðin Þyrnigerðið var loksins rauðpunktuð sunnudaginn 29. nóv 2015 eftir nokkrar góðar tilraunir fyrri túra. Sigurður og Matteo boltuðu leiðina í lok ágúst sl. og var það lífsreynsla út af fyrir sig. Mættum uppeftir í 15°C hita með brodda, axir og boltunargræjur. Það var frekar spes að grípa í ístólin á klettaklifurtímabilinu. En hvað um það, úr varð þessi snilldarlína, sem var meira mission og af hærri kalíber en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Leiðin er gráðuð M8+ en gæti alveg eins verið M8 eða jafnvel M9. Kemur í ljós þegar fleiri hafa farið hana (eða reynt amk 🙂

Einnig eru fleiri leiðir í smíðum á þessum nýja sector, Þyrnigerðinu. Leið númer þrjú á mynd er orðin hálf boltuð og hefur fengið vinnuheitið „Tollheimtumaður tízkunnar“ og verður sennilega á bilinu M6-M7.

Fyrir áhugasama hefur Siggi Tommi sett saman myndaalbúm og ferlið frá því að leiðin var uppgötvuð og þar til að hún var farin.

Hér má sjá fleiri myndir af voðaverkinu.

 

 

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Þyrnigerðið
Tegund Mix Climbing
Merkingar

5 related routes

Tollheimtumaður tízkunnar M 6+

Leið B7 á mynd

Leiðin byrjar uppi á stalli sem auðvelt er að brölta uppá frá hægri (það er hægt að klifra beint upp stallinn en það er frekar furðulegt klifur). Frá stallinum er stefnt beint upp í litla kverk og þaðan í áberandi helli á miðjum veggnum. Þar hliðrast leiðin örlítið til vinstri í 6-7m og svo beint upp í akkerið. Leiðin inniheldur 11 bolta og sigakkeri með hring. Leiðin fékk bráðabirgðagráðuna M6+ en er einhvers staðar á bilinu M6-7 sennilega –  þurfa helst fleiri að klifra hana til að fá staðfestari gráðu.

Þegar leiðin var fyrst farin var góður ísbunki við fyrstu tvo boltana, í hellinum og aðeins í toppinn. Þegar leiðin var skoðuð fyrr í haust var mikill ís í toppnum (en enginn neðar) og gæti verið best að færa sig alveg yfir á hann og tryggja með skrúfum (tvær ættu að duga) ef aðstæður eru þannig. Boltalínan er aðeins vinstri megin við þar sem toppbunkinn myndast.

Fyrst farin 22. des 2015, Jónas G. Sigurðsson og Sigurður Tómas Þórisson (Baldur meitlaði fjóra bolta og Rob, Arnar og Óðinn voru með í að smakka leiðina og pæla fyrr í haust)

 

Þyrnigerðið M 8+

Leið B6 á mynd.
Mælt er með að fara hægra megin upp á stallinn, sérstaklega ef ekki er búið að vera mikið frost.

Fyrst farin af: Róbert Halldórsson, Sigurður Tómas Þórisson og Matteo Meucci, 29. nóvember 2015.

Leiðin er mest megnis þétt boltuð, nema þar sem bergið bauð ekki upp á það (2 runout í miðri leið). 11 boltar og sigakkeri í toppinn. Leiðin er að mestu leiti þurr en það myndast eitthvað af ís í toppinn, þegar það slaknar á brattanum

Mixklifurleiðin Þyrnigerðið var loksins rauðpunktuð sunnudaginn 29. nóv 2015 eftir nokkrar góðar tilraunir fyrri túra. Sigurður og Matteo boltuðu leiðina í lok ágúst sl. og var það lífsreynsla út af fyrir sig. Mættum uppeftir í 15°C hita með brodda, axir og boltunargræjur. Það var frekar spes að grípa í ístólin á klettaklifurtímabilinu. En hvað um það, úr varð þessi snilldarlína, sem var meira mission og af hærri kalíber en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Leiðin er gráðuð M8+ en gæti alveg eins verið M8 eða jafnvel M9. Kemur í ljós þegar fleiri hafa farið hana (eða reynt amk 🙂

Einnig eru fleiri leiðir í smíðum á þessum nýja sector, Þyrnigerðinu. Leið númer þrjú á mynd er orðin hálf boltuð og hefur fengið vinnuheitið „Tollheimtumaður tízkunnar“ og verður sennilega á bilinu M6-M7.

Fyrir áhugasama hefur Siggi Tommi sett saman myndaalbúm og ferlið frá því að leiðin var uppgötvuð og þar til að hún var farin.

Hér má sjá fleiri myndir af voðaverkinu.

 

 

Kisi WI 2

Leið merkt sem B10

40m.

FF. óþekkt

Hvutti WI 3

Leið merkt sem B9

40m.

FF. óþekkt

Seppi WI 4

Leið merkt sem B8

40m. WI4.

FF. óþekkt

Skildu eftir svar