Þyrnigerðið M 8+
Leið B6 á mynd.
Mælt er með að fara hægra megin upp á stallinn, sérstaklega ef ekki er búið að vera mikið frost.
Fyrst farin af: Róbert Halldórsson, Sigurður Tómas Þórisson og Matteo Meucci, 29. nóvember 2015.
Leiðin er mest megnis þétt boltuð, nema þar sem bergið bauð ekki upp á það (2 runout í miðri leið). 11 boltar og sigakkeri í toppinn. Leiðin er að mestu leiti þurr en það myndast eitthvað af ís í toppinn, þegar það slaknar á brattanum
Mixklifurleiðin Þyrnigerðið var loksins rauðpunktuð sunnudaginn 29. nóv 2015 eftir nokkrar góðar tilraunir fyrri túra. Sigurður og Matteo boltuðu leiðina í lok ágúst sl. og var það lífsreynsla út af fyrir sig. Mættum uppeftir í 15°C hita með brodda, axir og boltunargræjur. Það var frekar spes að grípa í ístólin á klettaklifurtímabili
Einnig eru fleiri leiðir í smíðum á þessum nýja sector, Þyrnigerðinu. Leið númer þrjú á mynd er orðin hálf boltuð og hefur fengið vinnuheitið “Tollheimtumaður tízkunnar” og verður sennilega á bilinu M6-M7.
Fyrir áhugasama hefur Siggi Tommi sett saman myndaalbúm og ferlið frá því að leiðin var uppgötvuð og þar til að hún var farin.
Hér má sjá fleiri myndir af voðaverkinu.
Crag | Brynjudalur |
Sector | Þyrnigerðið |
Type | Mix Climbing |
Markings |