Team Faff WI 3

Bláa línan á mynd

Eitt af neðri berglögunum í Svarthamarsfjalli í hlíðinni sem snýr niður að Djúpveg. Ca 300m hæð.

FF: Erla Guðný Helgadóttir, Fjóla Björg, Gunnar Ingi Stefánsson, Hjördís Björnsdóttir, Mike Walker, Ólöf Sesselja Ingimundardóttir, Rob Askew og Tryggvi Guðmundsson, 9. febrúar 2020

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Svarthamarsfjall
Tegund Ice Climbing

Puttaferðalangar WI 3+

Leið númer 6 á mynd.

Leið rétt hægra megin við Brennivínshippann.

Ein full spönn. Jón Haukur og Þórður lögðu af stað upp leiðina og þegar Doddi var hálfnaður að elta gengu Hjördís og Gunni undir leiðina og spurðu hvort að þau gætu ekki komið með líka. Þessu var reddað og allir fengu að klifra.

FF: Jón Haukur Steingrímsson, Gunnar Ingi Stefánsson, Hjördís Björnsdóttir og Þórður Aðalsteinsson, 8. febrúar 2020.

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Hafradalur
Tegund Ice Climbing

Axarskaft M 4-

Leið 3 (efsti hluti leiðarinnar fylgir að vísu meir þunnu ísræmunni tvo metra vinstra megin við línuna)

Furðuleg leið í úrvalsbergi. Byrjar í mjög auðveldri, ísaðri gróf, þar til komið er upp undir flottan lóðréttan klettavegg. Þar er klöngrast upp nokkra stöllótta metra til hægri, í átt að gróinni klauf í brúninni. Um hálfa leið upp að henni er hins vegar tekin vinstrisnúningur og veggurinn klifraður beint upp (EK) á samansaumuðum sprungum, klettagripum og sprungutökum. Vandasamar tryggingar í efri hluta.

FF: Sigurður Ýmir Richter, 9. febrúar 2020

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Straumberg
Tegund Mixed Climbing

Öldugangur WI 5

Leið númer 2 á mynd.

Leiðin er í áberandi berggang í botni Hestfjarðar.

Mest áberandi leiðin frá veginum. Byrjar vinstra megin í haftinu sem er líklega oft breiðara þar sem að stórt stykki hefur nýlega hrunið hægra megin í þilinu. Hægt að koma sér í smá skúta í byrjun til að koma inn fyrstu tryggingu. Eftir það heldur leiðin beint upp nánast lóðrétt allan tímann. Í frumferðinni voru stórir uggar sem stóðu út úr veggnum og mynntu á öldur að brotna. Í toppnum á leiðinni þurfti að klifra á bak við eina þeirra.

WI 5, 25-30m

FF: Jónas G. Sigurðsson og Ottó Ingi Þórisson, 9. febrúar 2020

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Straumberg
Tegund Ice Climbing

Brotnar skeljar WI 3

Leið númer 1 á mynd.

Leiðin er í áberandi berggang í botni Hestfjarðar.

Leið sem lætur ekki mikið yfir sér en kemur svo á óvart og er brattari en maður heldur.

Í frumferð var eitthvað af ís og snjóskeljum sem brotnuðu undan manni þegar maður klifraði.

FF: Jón Haukur Steingrímsson og Þórður Aðalsteinsson 9. febrúar 2020

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Straumberg
Tegund Ice Climbing

No Ragrets WI 3+

Leið númer 8 á mynd

Þægileg og stöllótt leið með snjóbrekkum á milli. Í fyrstu spönn er áberandi kerti í þrengingu í gilinu sem býður upp á áhugaverðar hreyfingar. Ofarlega í leiðinni er hægt a líta yfir í leið númer 7 og ganga út á berggang sem skagar út í dalinn.

FF: Ágúst Þór Gunnlaugsson, Jónas G. Sigurðsson og Ottó Ingi Þórisson

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Hafradalur
Tegund Ice Climbing

Brennivínshippinn WI 4+

Leið númer 5 á mynd

Tvær spannir. Fyrri stöllótt en með ágætis höftum WI 3+. Seinni spönnin er svipuð þeirri fyrri en hún endar svo á lengra og brattara hafti upp að klettum þar sem allur ís hættir, WI 4+.

FF: Ágúst Þór Gunnlaugsson, Jónas G. Sigurðsson og Ottó Ingi Þórisson, 8. febrúar 2020

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Hafradalur
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

Vatnadrekinn

Leið númer 2 á mynd

Leiðin er að stórum hluta í snjógili þar sem standa upp úr ísbunkar. Gilið er nokkuð breitt og því hægt að velja sér erfiðleika. Efst er meiri og brattari ís

WI 2-3

FF:  Fjóla Björg, Gunnar Ingi Stefánsson, Hjördís Björnsdóttir, Mike Walker, Ólöf Sesselja Ingimundardóttir, Rob Askew og Tryggvi Guðmundsson, 8. febrúar 2020

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Hafradalur
Tegund Ice Climbing

Ljósmyndakeppni og Leið ársins 2019

Þó vantað hafi sjálft ársritið á prentuðu formi, gekk útgáfa ársrit ÍSALP 2019 með eindæmum vel og var góð mæting og stemning á KEX hostel síðasta föstudagskvöld. Þar voru m.a. kynnt efstu sætin í ljómyndakeppninni, og má hér sjá fimm efstu sætin í hverjum flokki, en í blaðinu sjálfu fengu efstu þrjú sætin sína síðu hvert. Sigurmynd skíðaflokks, tekin af Martin Voigt, príðir forsíðu blaðsins, en sigurvegarar hinna flokkanna voru Egill Örn Sigurpálsson í klifurflokki og Virgil Reglioni í mannlíf á fjöllum.

Keppnin um leið ársins var haldin í annað sinn, og útvegaði Matteo verðlaunin í boði GG Sport. Fór keppnin þannig fram að tólf leiðir voru kynntar til leiks, og fengu viðstaddir meðlimir tækifæri til að kjósa um hver leiðanna hlyti verðlaunin. Úrslitin voru eftirfarandi: þriðja sætinu deildu leiðirnar Brattasti þristur landsins (WI4+) og Gnar for breakfast (AD+, WI3), í öðru æti var klettaleiðin Stefnið (5.10+), en fyrsta sætið og verðlaunin hreppti leiðin Jólatré, 180m WI5 frumfarin af þeim Bjarti Tý og Rory Harrison.

Leið ársins:

Leið ársins: Jólatré

Klifur:

Sigurmynd klifurflokks: Egill Örn Sigurpálsson - „Sigurður Richter býr sig undir klifur í Mýrarhyrnu á ísklifurfestivali Ísalp."2, sæti klifurflokks: Virgil Reglioni - „Rise from the Deep: Hanging deep in this bottom-less moulin, shooting from below, this shot brought me such an incredible experience photographing. The conditions were hard, hanging low on an uncomfortable position, ice particles falling down on me and my gears, i was trying to hold my balance with one hand, holding the ice axe jammed in the ice wall in front of me and shooting with the other one."3. sæti klifurflokks: Björgvin Hilmarsson - „Bjartur Týr Ólafsson í þriðju spönn leiðarinnar Kulusuk Hostel á Kulusuk eyju á Austur-Grænlandi. Leiðin er um 110 metrar og fimm spannir (5a / 5b / 6a+ / 6b / 3c)."4. sæti klifurflokks: Sigurður Ý. Richter - „Magnús Ólafur Magnússon klifrar upp í næstsíðasta stans suðurveggjar Midi tinds í frönsku Ölpunum."5. sæti klifurflokks: Bjartur Týr Ólafsson - „Matthew Mcateer stígur inn á sólríkt slabbið í fjórðu spönn Nabot Léon leiðarinnar á Rauða Turni Aiguille de Blatiére."

Skíði:

Sigurmynd skíðaflokks: Martin Voigt - „Gönguskiðaferð í Landmannalaugar með HSSK."2. sæti skíðaflokks: Haraldur Ketill Guðjónsson - „Á bakaleið yfir Drangajökul eftir þriggja daga ferð um svæðið á gönguskíðum. Hljóðabunga sést í bakgrunni."3. sæti skíðaflokks: Rowan Bashford - „Rúnar Pétur Hjörleifsson ripping a fresh line above his family home in Neskauðstaður"4. sæti skíðaflokks: Martin Voigt - „Miðnæturfjallaskíðaferð á Snæfellsjökul" 5. sæti skíðaflokks: Bjartur Týr Ólafsson

Mannlíf á fjöllum:

Sigurmynd í mannlíf á fjöllum: Virgil Reglioni - „Eternal: A capture from the golden hours through the long sea. Lost, deep in the highlands, this hike got us absolutely speechless and mind-blown. A perfect harmony between human and nature."2. sæti í mannlíf á fjöllum: Bjartur Týr Ólafsson - „Jón Heiðar og Ásgeir Már á leið niður norð-austur hrygg Obergabelhorn, 4063 m.y.s., í Sviss."3. sæti í mannlíf á fjöllum: Rowan Bashford - „Guðný Diljá Helgadóttir and I are out on a berry picking trip above some of the most scenic glacier tongues in Iceland. How lucky we are to have such incredible alpine and wilderness across the road from our house. Where else in the world is life this good?"4. sæti í mannlíf á fjöllum: Eric Contant - „Umferðarteppa í Khumbu ísfallinu milli fyrstu og annarra tjaldbúða Everestfjalls."5. sæti í mannlíf á fjöllum: Magnús Ólafur Magnússon - „Sigurður Ý. Richter á suðurvegg Midi tinds í frönsku Ölpunum. Í bakgrunni sjást tvö teymi á Cosmiques hryggnum."

Svarthamar WI 3

Fyrir ofan bæinn Svarthamar í Álftafirði má finna klettabelti skammt frá veginum.

Klettabeltið er aðeins skráð sem ein leið hér en hefur fjöldan allan af afbrigðum frá WI2-WI4. Klettarnir eru um 15 metra háir þar sem þeir standa hæstir og henta vel fyrir byrjendur í sportinu.

FF. Nemendur Lýðskólans á Flateyri, janúar 2020.

Klettarnir frá veginum
Álftafjörður og bærinn Svarthamar í bakgrunn

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Svarthamarsfjall
Tegund Ice Climbing