Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísaðstæður 2011-2012
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
6. janúar, 2012 at 13:28 #57307Bergur EinarssonParticipant
Ég og Ragnar Heiðar þræddum okkur í gegnum Nálaraugað í gær. Mikill snjór í efri hluta leiðarinnar og efra haftið er nær alveg hulið snjó. Dálítill snjómokstur fram hjá frekar fönnkí snjódrýlum við brúnina. Neðrihlutinn með mikið af ís og mjög fínn. Þetta er svo sem reyndar allt væntanlega að breytast eitthvað núna og næstu daga með þessum hlýindum.
7. janúar, 2012 at 18:56 #57315Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantVið Védís fórum í Múlafjall í dag. Veðurspáin sem lofaði björtu og köldu veðri gekk eftir. Rigning og suddi einkenndi daginn en það kom ekki að sök því ennþá er nóg af góðum ís.
9. janúar, 2012 at 00:54 #57321Arni StefanKeymasterÉg, Helgi Egilsson og Rúna Thorarensen skelltum okkur í stutta ísklifur og gönguskíðaferð nú í vikunni.
Við byrjuðum í Brynjudal þar sem allt var í brakandi aðstæðum (amk fyrir hláku) og klifruðum Þrándarstaðafossana. Þá var ferðinni heitið í Haukadalinn og vorum við líklega fyrstu klifrararnir þar á ferð þetta sísonið. Dalurinn er (eða amk var) fullur af ís og við klifruðum þar í tvo daga. Ef að sama er í gangi í Bíldudal eigum við vonandi feitt festival í vændum.
Þá var ferðinni heitið á Lýsuhól á Snæfellsnesi þar sem planið var að skíða á gönguskíðum. Ferðin þangað var sérstaklega skemmtileg og tók litla 6,5 tíma, oft á tíðum vorum við Rúna á broddum að ýta við bílnum til þess að halda honum á veginum. Setjum kannski inn ferðasögu/myndir seinna.Hvernig er það annars með ísklifur á Snæfellsnesinu? Hefur mikið verið klifrað þar og ef já, þá bæði sunnan og norðan megin?
22. janúar, 2012 at 13:22 #574042806763069MeðlimurMúlafjall í gær, laugardag: – slatti af ís. Sumt blaut og þynnist oft aðiens uppi við brún. En vel hægt að klifra það.
Litum á Ýring og hann virðist vera á kafi í snjó að mestu leiti.
Góðar stundir,
Ívar22. janúar, 2012 at 18:47 #57406SkabbiParticipantHæ
Við Gulli og Sissi renndum inn að Múlafjalli í morgun. Klifruðum Stíganda í prýðilegum aðstæðum. Rísandi virðist vera mjög góður líka. Leiðirnar austan við þær í misgóðum aðstæðum en margar hverjar líta vel út. Óríon galopinn, ekkert nema risahengja eftir. Sáum ekki inn í Eilífsdal, tel víst að ísinn sé enn til staðar.
Allez!
Skabbi
22. janúar, 2012 at 21:00 #57407DoddiMeðlimurDaginn
Fór í dag ásamt Heiðu inní tvíburagil, sem er frábært svæði ef maður hefur aðeins part úr degi í sprikkl.
Ísinn í gilinu var blautur, samt mis-blautur, það hreinlega fossaði úr ísfossinum sem er neðst í gilinu (hliðiná helvítis fokking fokk), það dropaði hressilega úr kertunum hjá ólympísku leiðinni en efsti ísfossinn var í ágætis aðstæðum.
Ágætis snjósöfnun hefur átt sér stað í gilinu, sérstakleg í því ofanverðu, og er vænn snjóbunki fyrir ofan flestar leiðirnar. Einnig er þónokkur snjór efst í gilinu sjálfu (gönguleiðinni uppá topp) sem liggur á íslagi og gertur því verið mjög staðbundin flóðahætta af þeim sökum, m.ö.o. athuga ætti leiðarval þegar labbað er uppá brún úr gilinu.
Toppakkerin finnast ekki, líklegast eru þau undir ísbunka sem er á melunum fyrir ofan leiðirnar, auðvelt er að gera toppakkeri úr þessum ísbunka í líklega allar leiðirnar á svæðinu, ef línan sem er notuð er nógu löng. Við notuðum 70m línu í dag og henntaði hún aðstæðum vel.
Kveðja
Doddi
22. janúar, 2012 at 21:08 #57408DoddiMeðlimurGleymdi að nefna.
Keyrði fram hjá Spora í gær og leit hann út (séð frá veginum) að vera í eðal skíðaaðstæðum, gæti orðið skemmtilegt mission
kv.
Doddi
22. janúar, 2012 at 23:43 #57409Arnar Þór EmilssonParticipantÉg Styrmir og Freyr skelltum okkur í Austurárdal í dag 22. jan.
Klifruðum Kidda og Bláu leiðina í fínum aðstæðum. Kiddi var spik feitur til að byrja með en þegar nálgast fór toppinn þá var gæði íssins ekki upp á marga fiska og kláruðum við upp á brún . Bláa leiðin var nokkuð þunn sérstaklega byrjunin. Túrisaleiðin leit vel út.
Það er stór hengja yfir flestum leiðunum. Mæli með að siga úr seinasta ís bunka. Stóra ófarna kertið fyrir miðju hefur hrunið nýlega og er skuggalegt að sjá stærðina á þessu.Klifur kveðjur Arnar Þór
5. febrúar, 2012 at 21:19 #57460RobbiParticipantRenndi framhjá Múlafjalli í dag.
Þar er allt löðrandi í ís, en hann virðist loða illa við klettinn og þarf eitthvað frost til að sé allt í góðu.Klifraði í Vesturbrúnum esjunnar í dag. Klifruðum 3ja gil vinstramegin við anarbasis. Tæknilegt illtryggjanlegt klifur í eina spönn yfir lítið klettaþak. Brattur snjór með höftum upp á brún.
Snjóaðstæður eru með besta móti og allt grjót hart. Vil benda á að í vesturbrúnum, kistufelli og virkinu í esjunni er að finna frábærar snjóklifurleiðir. Snjórinn tekur vel við tryggingum svo það er um að gera að fara út að hrista á sér rassinn.
Kv.
robbi20. febrúar, 2012 at 11:11 #57509BiggibloMeðlimurÉg og Ottó Ingi kíktum í Múlafjall seinasta laugardag og klifruðum hægri leiðina í Rísanda. Það hefði mátt vera meiri ís í fyrstu spönninni og fengum við smá sturtu þar en eftir það var nóg af ís.
Í vinstri leiðinni var einhver ísdrjóli beint upp í loftið en hann fellur ekki nógu vel að vegnum til þess að hægt sé að klifra hann með góðu móti.
Gerði heiðarlega tilraun til að henda myndum inn en það var ekki alveg að virka. Reyni að græja það á eftir.
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.