Ýmir
Leið merkt inn GUL á mynd
Fyrst farin 2006 af Jökli Bergmann og Friðjóni Þorleifssyni
III, AI 2, M3 og auðvelt ísklifur
Auðvelt snjóbrölt fyrstu 200m að 20m klettahafti, sem að öllum líkindum fyllist af ís á góðu ári. Þetta haft er samsíða lengsta haftinu í Ósk Norfjörð, sem er mjög áberandi á hægri hönd. Áfram er haldið upp aðeins brattara snjó/ís gil um 150m. Stutt kletta/mosa haft er klifið uppá hrygginn sem aðskilur Rúnkara heilkennið og Ósk Norfjörð. Þar tekur við um 200m labb/brölt þar til hryggurinn mjókkar í auðvelt klettarif sem er klifrað alla leið uppá topp ca. 100m. Heildarlengd leiðarinnar er um 650m og er nákvæmlega jafn löng og Ósk Norfjörð en 50m styttri en Rúnkarinn. Leiðin heitir eftir Tómasi Ými Óskarssyni 1984-2006.
Crag | Tröllaskagi |
Sector | Búrfellshyrna |
Type | Alpine |
Markings |