Gul lína á mynd. Á talsvert sameiginlegt með Bæði Boreal og Suðurkantinum.
Fysta klifurleiðin upp á Vestrahornið. Það tók þá félaga um tvær og hálfa klukkustund að klífa leiðina sem er 450m löng. Að þeirra sögn er bergið með því besta sem þeir hafa kynnst og stórkostlegt til klifurs. Að þeirra mati var leiðin af IV. gráðu en erfiðast (crux) 5.6 (V/V+). Fyrstu 80-100 metrarnir voru erfiðastir.
FF: Snævarr Guðmundsson og Jón Geirsson, 21. ágúst 1981
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Gula línan á myndinni.
Leiðin liggur upp gráu slöbbin sem Nemesis byrjar á. Þar sem leiðarlýsingin fyrir þennan hluta Nemesis er ónákvæm getur verið að Eris fari svipaða leið. Í grískri goðafræði er Eris, gyðja ófriðar, stundum talin systir hefndargyðjunnar Nemesis.
Aðkoma er sú sama og fyrir Bifröst. Frá byrjun Bifrastar er hliðrað til austurs yfir mjóa skriðu og hefst leiðin þar í lítilli klauf. Fyrsta spönn fer upp bungur og hrein slöbb upp og aðeins til hægri. Lítið eru um grip en viðnámið er gott og brattinn þægilegur. Komið er upp á góða syllu í tveggja bolta stans. Af syllunni er farið beint upp augljósan stromp að næstu syllu sem er stór og þægileg. Frá akkeri er klifrað til vinstri inn undir þak og áfram upp kverk undir þakinu. Þegar þakið fer að minnka er stigið út á slabbið til hægri og klifrað beint upp. Komið upp á litla syllu í tveggja bolta stans. Hér minnkar brattinn til muna og klifrað er beint af augum upp hreint slabb. Seinasta spönnin er heldur styttri og ögn brattari.
Leiðin endar rétt neðan við stóra grasbrekku sem skiptir veggnum í tvennt og það er lítið mál að koma sér upp á hana ef vill. Að ganga niður frá þeirri syllu er ekki jafn lítið mál og sterklega mælt með því að síga leiðina til að koma sér niður. Ef klifrað var á tveimur línum er hægt að síga 4. og 5. spönn saman en mælt með að síga hinar spannirnar eina í einu. Það er hægt að klifra og síga leiðina á einni 70m klifurlínu en tæpt að það sleppi á 60m.
Tveir boltar í öllum stönsum og þar af annar boltinn með sighring. Akkerið fyrir 4. spönn er ekki með sighring heldur galvaniseruðum keðjulás (maillon) sem hangir í línubút. Klifrarar eru beðnir um að færa hann ekki í boltann þar sem það mundi hraða tæringu hans og mögulega boltans. Ef línubúturinn er veðraður má endilega fjarlægja hann og setja nýjan.
FF.: Árni Stefán Haldorsen og Íris R Pedersen, 30. júní 2024
Nánast sama lína og Suðurkantur (græn), nema að hún klýfur sig til vinstri í þriðju eða fjórðu spönn og sameinast svo aftur Suðurkanti eftir tvær-þrjár spannir.
Dótaklifur
FF: Snævarr Guðmundsson og Björn Vilhjálmsson, 1992
Gul lína á mynd. Á talsvert sameiginlegt með Bæði Boreal og Suðurkantinum.
Fysta klifurleiðin upp á Vestrahornið. Það tók þá félaga um tvær og hálfa klukkustund að klífa leiðina sem er 450m löng. Að þeirra sögn er bergið með því besta sem þeir hafa kynnst og stórkostlegt til klifurs. Að þeirra mati var leiðin af IV. gráðu en erfiðast (crux) 5.6 (V/V+). Fyrstu 80-100 metrarnir voru erfiðastir.
FF: Snævarr Guðmundsson og Jón Geirsson, 21. ágúst 1981
Fyrsta spönn er boltuð af Árna Stefáni Halldorsen, Eyþóri Konráðssyni og Jónasi G. Sigurðssyni.
Flottur veggur rétt austan megin (hægri) við Saurgat Satans, gæti orðið frábær sportklifursector. Draumurinn er að láta Dirty Rainbow verða að fjölspanna leið, eins langt og mögulegt er að komast þarna upp, svo að hún er leið í vinnslu en fyrsta spönnin er tilbúin og er frábær sportklifur spönn.
Boltuð fjölspannaleið, ágætlega langt á milli bolta á sumum stöðum, slabb allan tíman.
Aðkoma: Gengið beint upp brekkuna frá tjaldsvæðinu, ætti ekki að taka mikið meira en korter. Best er svo að síga niður leiðina aftur þar sem hún fer ekki alveg upp á topp, muna að setja hnúta á endana á línunni!
Búnaður: 12-15 tvistar ætti að vera feiki nóg, ekki vitlaust að kippa 2-3 hnetum með, ekki nauðsinlegt samt. Mælt er með því að vera með hjálm allan tíman! Nesti, lína, bakpoki, kalk, klifurskór, tryggjaradúnn og góða skapið.
Hæð: 200m
Lengd leiðar: 400m
Tími: 6-8 tímar í klifri + tveir tímar niður
Aðkoma: 15 mín frá bíl
Útbúnaður: Léttur klettarakkur, hnetusett + 1/2 vinasett. Aðkoma er sunnan við Kambhorn, ekki hræðast blauta sanda, þeir eru harðari en sýnist…
Leiðin var unnin á árunum 1995-1998 af Guðjóni Snæ Steindórssyni og Snævarri Guðmundssyni. Einnig komu við sögu Björn Vilhjálmsson og Einar Steingrímsson auk Jóns Geirssonar en þeir tveir síðastnefndu tóku þátt þegar leiðin var klifin í heild, um verslunarmannahelgina 1998. Als voru farnar sex ferðir austur og í hverri ferð bættust ein til þrjár spannir við leiðina. Þegar upp var staðið var leiðin alls þrettán spannir. Höfðum við ekið alls um 7000km til að ljúka henni.
Fyrst farin í júlí 1982 af Birni Vilhjálmssyni og Einari Steingrímssyni.
Í frumferð leiðarinnar sóló klifraði teymið upp “Gráu slöbbin”, merkt inn II, III og III. Slöbbin leiða upp á hrygg, þar sem að aðal klifurhluti Nemisis fer fram. Klifrað er austan megin við hrygginn.
Frá hryggnum er farið í skorstein og stefnt að öðru gráu slabbi við “Eyrað”. Gráa slabbið rétti lygilega úr sér þegar að því er komið og er lúmskt erfitt, líkist helst skíðastökkbretti. Er farið upp vinstra megin, inn í stóra horninu og stefnt á stóran stein, sem húkir undir stóru þaki, sem krýnir Gráa slabbið. Þaðan er haldið skáhalt út til vinstri upp á brúnina. Upp á topp er farið eftir gróf (ca 80-100m).
Fundin boltuð og frumfarin af Guðjóni Snæ Steindórssyni og Snævarri Guðmundssyni.
Fyrst klifruð í maí 2013
Aðkoman tekur um það bil 90 mín og er það brött ganga upp grýtta fjallshlíð. Grjótið er allt laust en er það stórt að gangan er ekki eins og að ganga í skriðu. Einhver teymi hafa átt í erfiðleikum með að finna leiðina, vonandi kemur myndin af góðum notum. Það á að vera blátt prússik í fyrsta bolta, það er til að gera leiðina sýnilegri ef verið er að leita af henni, það táknar ekki að leiðin sé project.
Leiðin liggur upp klettahrygg undir höfuðvegg Kambhorns.
spönn: 5.6, 20m, 5 boltar
spönn: 5.5, 30m, 5 boltar
spönn: 5.7, 20m, 8 boltar
spönn: 5.9, 50m, 10 boltar
spönn: 50m óboltuð tengispönn
spönn: 5.7, 50m, 8 boltar
Við frumferð var leiðin að stórum hluta blaut og rök og eru því góðar líkur á að gráðurnar séu ekki alveg réttar og ætti að taka þeim með fyrirvara.
Leiðarlýsing: Leiðin býður upp á alvöru fjallaklifurfíling og reynir oft meira á útsjónarsemi og vandvirka fótavinnu heldur en að toga fast. Leiðin einkennist af blönduðu klifri þar sem (more…)