Upprunalega Lóndrangaleiðin
Leið númer 1 á mynd
Ekki eru til myndir eða mjög nákvæmar lýsingar af klifrinu en fólki fannst þessi gjörningur vera hinn mesti háskaleikur. Leiðin er því ekki algjörlega þekkt en ætla má að hún liggin einhvern vegin á þennan hátt.
Hér og þar í leiðinni eru fleygar sem virka þokkalega traustir, annars þarf að notast við dótatryggingar. Þokkalega auðvelt er að finna góða tryggingastaði.
Í heimildum er sagt að Lóndrangar séu Basaltstappar. Klifrarar telja það vera helbera lygi eða í það minnsta hálfsannleik, því að augljóslega er um móberg að ræða af mestu leiti.
Í Lóndröngunum er talsvert fuglalíf, sérstaklega fýlar. Ráðlagt er að fara leiðirnar annaðhvort fyrir varptímann eða eftir þ.e. fyrir júní, eða eftir ágúst.
FF: Ásgrímur Bergþórsson 1735, 5.6
Crag | Snæfellsnes |
Sector | Lóndrangar |
Type | Alpine |
Markings |
Comments