Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Leið 8
FF. Arnór Guðbjartsson og Helgi Benediktsson um páska 1983
Gráða: PD. Þeirra leið lá síðan upp á Miðtind ofarlega í gilinu, rétt áður en línan tekur áberandi sveig til austurs, skildu þeir skíðin eftir. Á leiðinni niður var ætlunin að skíða niður en minna varð úr því en áætlað var.
Mynd 8
Texti og mynd úr leiðarvísi í grein Björgvins Hilmarssonar frá Ársriti Ísalp 2011-2015.
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Leið 9
FF.: Árni Stefán Haldorsen og Daniel Saulite 25. mars 2024
TD, WI4, AI3 700m
Leiðin byrjar upp áberandi ísfoss neðarlega í Vesturtindi, nálægt ísfallinu. Fossinn er um 100m og var klifinn í þremur spönnum í frumferð, allar um WI4. Eftir hann er haldið áfram upp snjógil sem greinist fljótt. Farið áfram upp til hægri og út úr gilinu. Þaðan er hliðrað undir bröttum klettaveggjum inn að hafti (um AI3) og þaðan aftur til vinstri út á hrygginn og eftir honum áfram upp.
Ofan við fossinn eru stórir lausir klettar sem snúa að morgunsólinni. Í frumferð var töluvert ís- og grjóthrun úr þeim niður fossinn og snjógilið. Hrunið og hávaðinn sem fylgdi minnti á að vera áhorfandi á kappakstursbraut og gaf innblástur fyrir nafn leiðarinnar.
Í mars 2016 fóru Spencer Gray og Eythan Sontag frá Bandaríkjunum nýja leið á suðurhlið Hrútsfjallstinda.
Leiðina klifruðu þeir með áhugaverðum hætti. Félagarnir drógu með sér sleða að suðurhliðinni og gistu þar í tjaldi. Daginn eftir klifruðu þeir þrjár spannir í aðalfossinum í leiðinni sem þeir gráðuðu WI5+, WI5 og WI3. Eftir það bívökuðu þeir félagar áður en þeir kláruðu leiðina næsta dag.
Leiðin er vinstra megin við Scotts leið.
Hér er ferðasaga þeirra frá heimasíðu Ameríska Alpaklúbbsins:
In late March, Eythan Sontag and I (both from the U.S.) climbed a new route on the south face of the east summit of Hrútsfjallstindar (“Ram Mountain,” 1,875m) in Vatnajökull National Park. The Hrútsfjalls peaks are situated on a volcanic crater rim at the edge of one of Europe’s largest glaciers, squeezed between outlet glaciers leading toward the coast.
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Leið A
FF. Jón Geirsson og Snæ- varr Guðmundsson, um hvítasunnu árið 1986.
Gráða: PD. Á myndinni sést sú leið sem oftast hefur verið farin upp suðvesturhrygginn á Vestara-Hrútsfjalli eins og hún liggur nokkurn veginn. Í fyrstu ferðinni fóru Jón og Snævarr aðeins ofar í ísfallið, upp snjóbrekkur og síðan inn á hrygginn.
Texti og mynd úr leiðarvísi úr Ársriti Ísalp 2011-2015. Björgvin Hilmarsson.
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Leið 2
FF. Bjartur Týr Ólafsson og Matteo Meucci, 23. apríl 2015.
Gráða: TD+, AI5.
Farið upp frá Svínafellsjökli og upp undir suðurhrygginn í Vestara-Hrútsfjalli. Byrjað á 110 m háum ísfossi. Hann var farinn í þremur spönnum sem voru AI4 (30 m), AI5 (50 m) AI3 (15 m). Eftir það hefðbundin leið eftir hryggnum og upp á topp.
Texti og mynd úr leiðarvísi í grein Björgvins Hilmarssonar frá Ársriti Ísalp 2011-2015.
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Leið 3
FF. Bjartur Týr Ólafsson og Matteo Meucci, 22. apríl 2015.
Gráða: TD, AI4.
Aðkoma eftir Svínafellsjökli. Gengið upp með ísfallinu og að um það bil 125 m háum ísfossi ofarlega og vestan í vestasta hryggnum í suðurhlíðinni. Fossinn var farinn í þremur spönnum sem voru AI4+ (55 m), AI4 (55 m) og AI3 (15 m).
Leið 3
Texti og mynd úr leiðarvísi í grein Björgvins Hilmarssonar frá Ársriti Ísalp 2011-2015.
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Leið 4
FF. Anna Lára Friðriksdóttir, Einar Steingrímsson og Torfi Hjaltason, maí 1981. Gráða PD, II+.
Lengd: 1400 m (400 – 1852 m).
„Alvarleg og löng leið á jökli.“ Vegna veðurs hliðraði þríeykið út að Vesturtindi og þaðan niður.
Leið 4
Texti og mynd úr leiðarvísi í grein Björgvins Hilmarssonar frá Ársriti Ísalp 2011-2015.
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Leið 6
FF. Freyr Ingi Björnsson og Styrmir Steingrímsson, 3. apríl 2012.
Gráða TD, WI4/5.
Leiðin hefst á ísfossi mitt á milli Scottsleiðar og Postulínsleiðarinnar, sameinast Postulínsleiðinni og svo síðar Scottsleið. Þeir fóru síðan upp lokahaftið í Scottsleið og enduðu uppi á Suðurtindi. Leiðin er merkt með grænni línu.
Texti og mynd úr leiðarvísi í grein Björgvins Hilmarssonar frá Ársriti Ísalp 2011-2015.
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Leið 7
FF. Einar Rúnar Sigurðsson, Ívar F. Finnbogason og Örvar A. Þorgeirsson, 1. apríl 2000.
Gráða TD, WI5.
Eftir fyrstu snjóbrekkurnar er myndarlegur WI4 gráðu ísfoss, um 40 metra hár. Eftir það er farið um snjóbrekkur og styttir ísfoss að erfiðasta fossinum sem er um 50 m af gráðu WI5. Lokahaftið í suðurhlíðinni er ísfoss sem farinn var í þremur spönnum: WI4 20 m, WI5 30 m, WI2/3 30 m. Héldu þeir félagar áfram upp á Suðurtind.
Leið 7
Texti og mynd úr leiðarvísi í grein Björgvins Hilmarssonar frá Ársriti Ísalp 2011-2015.
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Leið 8
FF. Arnór Guðbjartsson og Helgi Benediktsson um páska 1983
Gráða: PD. Þeirra leið lá síðan upp á Miðtind ofarlega í gilinu, rétt áður en línan tekur áberandi sveig til austurs, skildu þeir skíðin eftir. Á leiðinni niður var ætlunin að skíða niður en minna varð úr því en áætlað var.
Mynd 8
Texti og mynd úr leiðarvísi í grein Björgvins Hilmarssonar frá Ársriti Ísalp 2011-2015.