Skuldaskil
Leið númer 4 á mynd.
Skemmtileg klifurleið, frekar opin og brött. Líkl. fyrst klifin haustið 1979.
Lóðrétt hækkun: 120 m.
Gráða: III+
Áætlaður klifurtími: 2 klst.
Útbúnaður: Fleygar, karabínur, lykkjur, lína.
Farið upp klettafláana (I) og stefnt norðan við stapann sem gengur útúr hlíðinni niður af hátoppnum. Stuttu áður en kemur að rótum stapans verður fláinn brattari (II). Þar fyrir ofan, norðan við rætur stapans, tekur við mosavaxin sylla.
Síðan er stefnt upp geilina sem myndast milli hlíðarinnar og stapans (II), 15 m., en hún mjókkar þegar ofar dregur og endar í lóðréttum vegg. Frá geilinni er klifrað út frá vinstri upp 6 m. háan vegg (III+) og síðan upp með stapanum 13-15 m (III). Þá er komið á mjóa syllu og er þar helst til trygginga að reka flyga beint í móbergið. Nú er klifrað til hægri upp breiða sprungu (III+) e.t.v. hreyfingar (IV+), opið klifur, 20 m. Þá er brúninni náð.
Crag | Vífilsfell |
Type | Alpine |
Markings |