Single malt og appelsín WI 4+
Leið númer 1 á mynd
Single malt og appelsín – WI4-5
Staðsetning:
Norðan við Bröttubrekku, fjallveginn milli Norðurárdals og Dalasýslu. Nokkurn veginn gengt Austurárdal, en þar eru nokkrar ísklifurleiðir. Leiðin er áberandi gil sem sker alla hlíðina í Hlíðartúnsfjalli og skiptist síðan upp í þrjár íslænur efst í klettabeltinu við toppinn.
Ekið er til vesturs inn slóða gengt afleggjaranum inn í Austurárdal, í gegnum hlið sem merkt er skógræktinni, og um 100 metra. Lagt hinumegin við lækinn. Aðeins fimm mínútna aðkoma að fyrstu höftunum.
F.F.:
27/11/’10 – Freyr Ingi Björnsson, Styrmir Steingrímsson, Sveinn Friðrik Sveinsson (Sissi)
Lýsing leiðar:
1. spönn – 3. spönn: WI3, 100 m.
4. spönn: WI4 – 20m.
5. spönn: WI4 – 15m.
6. spönn: WI4 – 12m
7. spönn: WI3 – 60m.
8. spönn WI4-5 – 40m.
Fyrstu (líklega) þrjár spannir eru fjögur til fimm WI3 höft sem voru einfarin í F.F.
Fjórða spönn (sú fyrsta spannaða) er bratt en stutt kerti, sést á bakvið efri hlutann.
Fimmta spönn er annað stutt og bratt haft.
Sjötta spönn er frekar stutt haft upp úr skálinni þar sem maður velur hvaða línu skal halda upp á topp.
Sjöunda spönn býður upp á tvö þriðju gráðu höft og ísbrekku upp að lykilkafla. Gott að gera stans vel til hægri til að vera úr skotlínu.
Áttunda (loka)spönn inniheldur hreyfingar í lóðréttu / aðeins í fangið í brattasta kafla og skrýtna hliðrun út á stóra regnhlíf efst.
Venjulegur disclaimer ef einhver af gömlu skyldi hafa farið þetta og aldrei skráð.
Niðurleið:
Gangið 100m. til suðurs út á smá nef, skerið síðan til baka niður brattasta kaflann og síðan beint niður í bíl, frekar þægilegt.
Crag | Brattabrekka |
Sector | Völsungagil |
Type | Ice Climbing |
Markings |