Saurgat Satans
Boltuð fjölspannaleið, ágætlega langt á milli bolta á sumum stöðum, slabb allan tíman.
Aðkoma: Gengið beint upp brekkuna frá tjaldsvæðinu, ætti ekki að taka mikið meira en korter. Best er svo að síga niður leiðina aftur þar sem hún fer ekki alveg upp á topp, muna að setja hnúta á endana á línunni!
Búnaður: 12-15 tvistar ætti að vera feiki nóg, ekki vitlaust að kippa 2-3 hnetum með, ekki nauðsinlegt samt. Mælt er með því að vera með hjálm allan tíman! Nesti, lína, bakpoki, kalk, klifurskór, tryggjaradúnn og góða skapið.
Leiðarlýsing: Leiðin er sjö spannir, 150+m. Leiðin er orðin nokkuð gróin og því er skynsamlegt að fara ekki í hana strax eftir rigningardag, ágætt að bíða 2-3 daga frá rigningu, endilega hreinsa burt mosa og þess háttar eftir þörfum.
Spönn 0: Brött grasbrekka upp að fyrsta akkeri,ekki boltuð enda ekki eiginlegt klifur. Ekki þörf á að fara í klifurskó eða tryggja. Mælt er með á leiðinni niður að síga samt úr akkerinu, þetta er eiginlega of bratt til að ganga niður.
Spönn 1: Byrjar á að travisa aðeins út til hægri og stefnir svo út á lítið þak, endar á góðri syllu, 5.10a
Spönn 2: Hér þarf að sýna varúð til að fara ekki út úr leið! Ef haldið er beint áfram upp frá akkerinu, þá er maður kominn inn í dótaleiðina Ódyseif, það er einn ryðgaður bolti 8-10m fyrir ofan akkerið og fleygur sem er hálfur inni, ekki fara þangað! Í staðinn þarf maður að travisa fyrir hornið hægra megin við akkerið og þá kemur maður að flottum vegg með góðum stall undir fyrir tryggjara og yfir veggnum er stærðarinnar þak, fer ekki fram hjá neinum. Þessi spönn er sennilega tæknilega erfiðasta spönnin í leiðinni, endar á syllu stall með grasi. Mikill sportklifur fílingur í þessari spönn, 5.10b
Spönn 3: Léttasta spönnin í leiðinni, að spönn 0 undanskyldri. Hér fer klifrarinn frá gras-syllu-stallinum upp stuttan vegg, yfir horn og svo í hvarf frá tryggjara. Klifrarinn heldur áfram upp frekar beint að næsta akkeri, 5.9
Spönn 4: Ágætlega löng spönn, hér fer að teygjast á boltunum. Nokkuð augljós beint upp, 5.10a/b
Spönn 5: Mjög stutt spönn menn hafa freistast til að taka spönn 5 og 6 saman, það er hins vegar alveg rosalega gott fyrir sálina að gera það ekki, 5.10a
Spönn 6: Meðal löng spönn, tvö ágætis boltabil. Liggur nokkurn veginn beint upp og endar í akkeri, 5.10a/b
Crag | Vestrahorn |
Sector | Kambhorn |
Type | Alpine |
Markings |