Sængin WI 3+
Leið D – WI3-4+
Sængin er ofar í gilinu, upp með ánni og er nokkuð breiður foss sem býður upp á margskonar klifur. Við frumferð var nokkuð vatn á vinstri hlið á meðan hægri hliðin var vel bunkuð og margir valkostir. Upp komin eru margir kostir til trygginga auk þess sem fossinn virðist vera kjörinn fyrir æfingar í ofanvaði, sem er auðvitað í anda Kósí sektorsins. Víst er að top rope tough guy/girl mæta því í bílförmum á sektorinn.
FF: Ágúst Kristján Steinarrsson og Halldór Fannar, janúar 2022
Crag | Brattabrekka |
Sector | Brúnkollugil |
Type | Ice Climbing |
Markings |