Ólíver Loðflís WI 4

Leið númer 6 á mynd

Leiðin nær að vera í góðum skugga og myndast því hratt og helst vel í aðstæðum. Leiðin byrjar í næstu hvilft til hægri frá 55 gráðum N, hinum megin við rifið sem skagar út.

Ef lítill ís er í leiðinni, þá er búið að koma fyrir einum bolta við lítið þak ofarlega í leiðinni. Einnig er hentugt toppakkeri fyrir ofanvað þar sem ísinn endar og fyrir ofan það er akkeri sem hægt er að nýta til að síga úr 55 gráðum N eða til að koma fyrir ofanvaði í Ólíver loðflís.

Rétt hjá leiðinni er áberandi og djúpur hellir. Hægra megin við hellinn er, eftir því sem Ísalp best veit, leið sem vex sárasjaldan niður og gæti því verið með áhugaverðri mixbyrjun fyrir áhugasama. Í hellinum er líka langt og flott þak sem gæti hentað í mixleið í erfiðari kantinum.

FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson 1987

Crag Esja
Sector Búahamrar - 55 gráður N
Type Ice Climbing
Markings

6 related routes

Um helgi WI 4

Leið númer 5 á mynd

Leiðin liggur upp kertið sem aldrei frýs alveg. Milli skorunar og Ólivers Loðflís.

FF. Guðmundur Helgi Christensen, janúar 1989.

Ólíver Loðflís WI 4

Leið númer 6 á mynd

Leiðin nær að vera í góðum skugga og myndast því hratt og helst vel í aðstæðum. Leiðin byrjar í næstu hvilft til hægri frá 55 gráðum N, hinum megin við rifið sem skagar út.

Ef lítill ís er í leiðinni, þá er búið að koma fyrir einum bolta við lítið þak ofarlega í leiðinni. Einnig er hentugt toppakkeri fyrir ofanvað þar sem ísinn endar og fyrir ofan það er akkeri sem hægt er að nýta til að síga úr 55 gráðum N eða til að koma fyrir ofanvaði í Ólíver loðflís.

Rétt hjá leiðinni er áberandi og djúpur hellir. Hægra megin við hellinn er, eftir því sem Ísalp best veit, leið sem vex sárasjaldan niður og gæti því verið með áhugaverðri mixbyrjun fyrir áhugasama. Í hellinum er líka langt og flott þak sem gæti hentað í mixleið í erfiðari kantinum.

FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson 1987

55 gráður N, beint WI 4

Leið númer 4 á mynd

En eitt afbrygðið af 55 gráðum N. Eftir fyrstu spönn er hliðrað örlítið til hægri og klifrað upp brattasta haftið, lengst til hægri. Ef megin ísfossinn er klifinn hækkar
leiðn í WI 4. Er þetta þó nokkuð erfitt klifur.

Sigakkeri hefur verið komið fyrir, fyrir ofan Ólíver loðflís.

Fyrst farin: 12. des. 1982, Jón Geirsson, Snævarr Guðmundsson.

Skoran WI 2

Leið númer 3 á mynd

80 m.
Afbrigði af 55 gráður N. Hægra megin við hrygginn er skora sem gerir leiðina auðveldari. Mögulegt er að klifra beint upp, inn í “55 gáður N, beint” og klifra þá krúxið af leiðini og upp á topp í einni spönn.

Sigakkeri hefur verið komið fyrir, fyrir ofan Ólíver loðflís.

Leiðin liggur fram hjá áberandi helli í byrjun. Hægra megin við hellinn er, eftir því sem Ísalp best veit, leið sem vex sárasjaldan niður og gæti því verið með áhugaverðri mixbyrjun fyrir áhugasama. Í hellinum er líka langt og flott þak sem gæti hentað í mixleið í erfiðari kantinum.

FF: Snævarr Guðmundsson og Jón Geirsson, 1980

55 gráður N WI 3+

Leið númer 2 á mynd

Sennilega ein af vinsælustu ísleiðum á landinu, stutt frá bænum og ásættanlega mikil ganga að leiðinni.

Farin hafa verið fjöldamörg afbrygði af leiðinni. Orginallinn liggur beint upp og er oftast klifraður í tveim spönnum, en einnig er hægt að klifra loka kaflan af Skorunni líka.

Sigakkeri hefur verið komið fyrir, fyrir ofan Ólíver loðflís.

Vinstri línan er upprunalega línan sem var klifruð í janúar 1980, hægra afbrygðið var klifrað af sömu mönnum í desember sama ár.

FF: Snævarr Guðmundsson og Torfi Hjaltason, 1980

Bobbysgil WI 3

Leið númer 1 á mynd.

Byrjar í sömu skál og 55 gráður N

Farið upp gilið vestan við 55 gráður N. Aðalerfiðleikarnir felast í síðustu 15 m.

Sigakkeri hefur verið komið fyrir, fyrir ofan Ólíver loðflís.

Fyrst farin: 16. apr. 1983, Björn Gíslason, Snævarr Guðmundsson.

Leave a Reply