Öldugangur WI 5
Leið númer 2 á mynd.
Leiðin er í áberandi berggang í botni Hestfjarðar.
Mest áberandi leiðin frá veginum. Byrjar vinstra megin í haftinu sem er líklega oft breiðara þar sem að stórt stykki hefur nýlega hrunið hægra megin í þilinu. Hægt að koma sér í smá skúta í byrjun til að koma inn fyrstu tryggingu. Eftir það heldur leiðin beint upp nánast lóðrétt allan tímann. Í frumferðinni voru stórir uggar sem stóðu út úr veggnum og mynntu á öldur að brotna. Í toppnum á leiðinni þurfti að klifra á bak við eina þeirra.
WI 5, 25-30m
FF: Jónas G. Sigurðsson og Ottó Ingi Þórisson, 9. febrúar 2020
Crag | Ísafjarðardjúp |
Sector | Straumberg |
Type | Ice Climbing |
Markings |