Neðri Dyrhamar
Númer 1 á mynd, lægri af þessum tveim tindum og fjær Hvannadalshnúk
Neðri Dyrhamar er erfiðari uppferðar en sá efri því að það er ekki hægt að ganga upp á hann, heldur verður að klifra þar upp.
Í fréttabréfi Ísalp nr. 27 segir:
Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson héldu upp í Öræfajökul um páskana. Fóru þeir upp á skírdag og bjuggu til snjóholu á Hvannadalshrygg, þar sem þeir gistu um nóttina. Á föstudaginn langa lögðu þeir til atlögu við Neðri-Dyrhamar, sem hafði aldrei verið klifinn áður. Þetta var ísklifur í miklum bratta með lóðréttum íshöftum. Tryggingarnar voru slakar. Klifrið tók rúmlega klut. Síðan þurftu þeir að síga niður á snjópollum. Að sögn Jóns og Snævars er þetta mjög alvarlegt klifur og mun erfiðara en Kirkjan.
Norður hliðin á Tindaborg eða Fjallkirkjunni var á þessum tíma erfiðasta ísklifurleiðin á Íslandi og var gráðuð sem IV klifur. Við þessa ferð hefur Neðri Dyrhamar um tíma tekið sessinn sem erfiðasta ísklifurleið á Íslandi og má þá draga ályktun að klifrið hafi verið IV+ eða V, án þess að erfiðleikagráðu hafi verið hent niður.
Til að komast að neðri Dyrhamri er annaðhvort hægt að koma frá Hvannadalshnúk eftir hryggnum og hliðra undir Efri Dyrhamar eða hægt er að koma upp Hvannadalshrygginn neðan frá. Í þessari frumferð var Neðri Dyrhamar klifinn á norðurhliðinni, þar sem hann er lægstur og árennilegastur.
FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, páskar 1983.
Crag | Öræfajökull |
Sector | Dyrhamar |
Type | Alpine |
Markings |