Nátthagi WI 3

Leiðin er beint fyrir ofan bæinn Lambhaga í Svínafelli. Nátthagi er leið númer 2 á yfirlitsmyndinni (í miðjunni). Klifrað í einni spönn, 60 m en auðveldast er að síga niður leiðina. Skógurinn er leiðinlegur yfirferðar og því er best að halda sig í skorningi við barð vestan (vinstramegin) við leiðina.  Líklega er leiðin Grjóthrun austan við leiðina Nátthaga. 

FF Árni Stefán Haldorsen og Íris Ragnarsdóttir Pedersen 2019. 

Crag Öræfi, Vestur
Sector Svínafell
Type Ice Climbing
Markings

16 related routes

(Icelandic) Skaði WI 5+

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Hægri leiðin upp úr Geldingagili, byrjar nokkrum metrum frá Beikon og Egg.

  1. spönn WI4, 45m. Stans á stórri og góðri syllu.
  2. spönn WI4/+ 40m, þarna getur myndast áhugaverður blómkálsís í efri hluta vegna spreys frá fossinum fyrir ofan. Hálf hangandi stans í helli vinstra megin við kertið.
  3. spönn WI5+ 35m, bratt og engin hvíld fyrr en rétt neðan við brún.

Eftir fyrstu þrjár spannir má klifra stutt haft og þaðan hægt að fylgja kindagötum til austurs og þá niður í átt að Ungmennafélagslundinum (sjá Kyrrð fyrir lýsingu á niðurleið).

Ef haldið er áfram upp þarf að brölta fram hjá stórgrýti sem loka gilinu. Þá er komið að 40-50m bröttum fossi, líklega WI4+ eða WI5, sem er ófarinn.

Leiðin myndast sjaldan svo ef hún er inni má ekki láta hana fram hjá sér fara.

FF: Árni Stefán Haldorsen, Íris Ragnarsdóttir Pedersen, Daniel Saulite og Svanhvít Helga Jóhannsdóttir, 7.jan 2023.

 

Gesturinn WI 5

Route on the left of Blika

After the first pitch the route continue for a couple of pitches on easy terrain.

Descent: or rappel from trees (only first pitch) or walk out on the right and on steep terrain go back at the base

FA: Matteo Meucci, Íris Pedersen, Arni Stefán Haldorsen 11/01/2023 WI5

Kyrrð WI 4

Gott er að nálgast leiðina frá ungmennafélags lundinum (stóru barrtén) í Svínafelli.

Hægt er að byrja neðarlega með smá brölti eftir læknum og litlum höftum fyrir upphitun.

Leiðin hefst svo á bröttu og mjóu kerti, um 10m, WI4/+. Kertið myndast seint og illa þó efri hluti leiðarinnar myndist vel og hangi lengi inni. Ef kertið tengir ekki er hægt að fara aðeins austar og komast fram hjá því þar (sjá niðurleiðar lýsingu).

Líklega um tvær línulengdir af mest íslausu brölti þar til komið er að næsta fossi. Glæsilegur 25m WI4 foss, brattur í bryjun en gefur svo soldið eftir í seinni helming. Ofan við hann er svo 35m WI3 foss upp breiða rennu.

(more…)

Lof WI 4+

Falleg leið í þröngum skorningi.

Hefst á 6-8m WI3 hafti og þaðan stutt labb inn að aðal fossinum sem skiptist í tvennt með syllu á milli. Fyrri spönnin er um 30m WI4+ og sú seinni um 35m WI3+. Ath að klifra efri spönnina varlega þar sem tryggjarinn er tjóðraður beint í skotlínunni.

Leiðin sést illa úr flestum áttum en snýr nokkrun vegin að brúnni yfir Virkisá. Það er eitthvað dinglumdangl fyrir ofan en það tengir sjaldan eða aldrei. Mögulegt verkefni fyrir ofurhuga.

FF.: 31. des 2022 Árni Stefán Haldorsen og Íris Ragnarsdóttir Pedersen

Goði WI 3+

Leið sem byrjar neðst í Goðagili en fer upp úr því til vinstri og svo samsíða því.

Hefst á línulengd af stöllum og brölti, um WI3. Næst kemur um 40m foss sem er breiður neðst en mjókkar niður í axlabreidd efst og er brattari en hann virðist að neðan, um WI3+. Þá tekur við brölt eftir læknum og smá glíma við birkitré. Lækurinn greinist ofar og við klifruðum hægri línunna, frábær 20-25m WI3. Áfram brölt upp lækinn og smá stalla og endað á litlu lóðréttu kerti, um 6m og upp í ísbunka þar fyrir ofan. Þaðan sigið niður og svo gengið út vestan við leiðina.

FF.: 5.feb 2021 Árni Stefán Haldorsen og Íris R Pedersen

Skjólgil WI 4+

Skjólgil hefst í Lambhaga, litlu stuðlabergsgili ofan við tjaldsvæðið í Svínafelli og heldur áfram nánast upp á topp Svínafells.

Lambhagafoss er fyrstur, um 25m WI4. Tveggja bolta akkeri ofan við hann til hægri.

Næst er stutt 5m WI2 haft og svo um 20m WI2 foss sem endar á að klifra undir stóran skorðaðan stein. Stutt labb að 4m hafti og svo gengið inn í stóra hvelfingu.

Þar er um ýmistlegt að velja en til að halda áfram upp gilið kemur bara eitt kerti til greina. Um 25m WI4+ sem tengir leiðinlega sjaldan almennilega.

Þá er komið inn í gilið sem er þröngt. Ath að héðan er mögulegt að besta leiðin út sé áfram upp, passið upp á að hafa orku og dagbirtu til að klára upp. Smá labb og handan við smá hægribeygju er 10m WI3 haft og svo gengið áfram inn og undir nokkra skorðaða steina. Stutt ísbrölt leiðir mann að smá hvelfingu þar sem gilið greinist í þrennt. Til að elta aðal gilið er farið til hægri upp stutta og mjóa ísrennu.

(more…)

Blika WI 5

Áberandi kerti í stuðlabergshvelfingu ofan við bæinn Lambhaga. Kertið tengir sjaldan og um að nauðsynlegt að nota tækifærið þegar það gefst.

Yfirleitt er keilan undir kertinu frekar lítil og kertið lóðrétt nánast alla leið upp á brún. Um 25m og góður ís fyrir akkeri á stalli beint fyrir ofan.

FF.: 30. des 2022 Árni Stefán Haldorsen og Íris R Pedersen

Heimahagi WI 3+

Leiðin er beint fyrir ofan bæinn Lambhaga í Svínafelli. Vinstra megin við leiðina er fallegt stuðlaberg og í því myndast stundum tvær leiðir. Heimahagi er leið númer 1 á yfirlitsmyndinni (vinstramegin). Klifrað í tveimur spönnum, 60 m + 10 m. Skógurinn er leiðinlegur yfirferðar en best er að halda sig ofan í skorningi vestan (vinstra megin) við barð undir leiðunum.

FF Árni Stefán Haldorsen og Íris Ragnarsdóttir Pedersen 15. desember 2019. 

Nátthagi WI 3

Leiðin er beint fyrir ofan bæinn Lambhaga í Svínafelli. Nátthagi er leið númer 2 á yfirlitsmyndinni (í miðjunni). Klifrað í einni spönn, 60 m en auðveldast er að síga niður leiðina. Skógurinn er leiðinlegur yfirferðar og því er best að halda sig í skorningi við barð vestan (vinstramegin) við leiðina.  Líklega er leiðin Grjóthrun austan við leiðina Nátthaga. 

FF Árni Stefán Haldorsen og Íris Ragnarsdóttir Pedersen 2019. 

Drápsfoss WI 3+

Leiðin liggur upp Hrútagil í Svínafelli og horfir yfir neðsta hluta Svínafellsjökuls, Skaftafell og vestur að Lómagnúp. Mælt er með því að leggja við afleggjarann inn að Breiðutorfu (vestasta/nyrsta bæjarins í Svínafelli). Þaðan er um 10 mín ganga eftir göngustíg þar til farið er yfir lágan jökulgarð. Þaðan er stefnt niður að ströndinni og gilið blasir við eftir nokkurra mínútna göngu.

Einfaldast er að hliðra aðeins til norðurs eftir að toppað hefur verið út og svo niður hlíðina uns komið er að göngustíg. Ef farið er beint yfir að bæjunum þarf að berjast gegnum þéttan birkiskóg.

Í gilinu eru nokkur mishá og -brött höft, samtals nærri 120m af klifri og er Drápsfossinn þar hæstur, um 30m. Erfiðleiki hafta í frumferð var frá WI2 upp í WI3+.

Auðvelt er að ganga úr leiðinni milli hafta.

FF.: Árni Stefán Haldorsen og Íris Ragnardóttir Pedersen

 

Virkið WI 5

Virkið/The Fortress er í austanmegin í svínafelli upp frá virkisjökli.

sp1. 50m WI 5 (sem við skiptum í tvennt)
sp2.er 40-50m WI 3 (mest bara labb)
sp3. WI 3/4 40m.
Sp4. WI 5 60m (tókum hana líka í tvennu lagi) og er það svona rjóminn af þessari leið því eftir þetta tekur við heill haugur af wi3-4 og snjóklifri sem við munum ekkert hvað voru margar langleiðina uppá topp á svínafelli.

Rosalega skemmtileg leið sem ég mæli eindregið með og ekki skemmir fyrir útsýnið yfir jöklana og drunurnar í ísfallinu.

10-12 tímar af klifri og endar uppi á Svínafelli. Frumferðarteymið gekk niður að bæjunum í Svínafelli.

FF: Einar Rúnar Sigurðsson og Ólafur Þór Kristinnsson, 29. janúar 2018.

(more…)

Lambhagafoss WI 4

Lambhagafoss is a 25 meter high waterfall in Nátthagi in Svínafell. Nátthagi is the lowest part of the gorge Skjólgil and is close to the swimming pool in Svínafell.

FF: 3. mars 1998, Einar Gauti Helgason og Benedikt Jónsson

Grjóthríð WI 3

Þriðja línan, lengst til hægri á mynd.
FF: Einar Rúnar Sigurðsson, Haukur Ingi Einarsson og Óskar Arason, 27. febrúar 2010

Í Svínafelli, í hlíðinni á ská austur frá sundlauginni, vestan við Myrkahöfðingjann. Leiðirnar eru í raun beint upp af bænum Víðihlíð. Þetta er línan í miðjunni af 3 línum sem koma þarna niður og virðist vera lengsta línan. Það er styttri 3 gráðu leið falin s.s. 100 metrum vinstra megin, og álíka löng leið með brattari byrjun 50 metrum hægra megin við Grjóthríðina. Nafnið kemur til af óskemmtilegri lífsreynslu, því við fengum grjót allt í kringum okkur þegar við vorum hálfnaðir upp leiðina. Sem betur fer meiddist enginn. Þegar sólin fer að skína á lóðrétta klettavegginn fyrir ofan þessar leiðir þá fer allt sem losnar þar uppi niður þessar trektar, svo það er ástæða til að vara við að klifra þessar leiðir ef heit sól á eftir að byrja að skína þegar líður á daginn.

Egg og beikon WI 4+

Leið númer 3 á mynd

Svínafell Öræfasveit. Um 400m SA við Beikon og egg, Línan sem nær lengst niður.

Heildar klifur – 235m WI4+

F.f. 6.janúar 2010, Halldór Albertsson og Haukur Elvar Hafsteinsson

1. Spönn WI 4+ 60m
2. Spönn WI 3 10m
3. Spönn WI4+ 55m
4. Spönn WI 2 80m
5. Spönn WI 4 20m
6. Spönn WI 4+ 10m

Til að ganga að leiðinni er best að leggja bílnum við gönguhlið sem ca 200 metrum austan við pípuhliðið á austari afleggjaranum að Svínafelli. Við gönguhliðið byrjar nokkuð áberandi göngustígur sem liggur í átt að Virkisjökli. Eftir ca 600 – 700 metra beygir maður til vinstri inn á þrengri stíg sem liggur upp í lerki og grenilund sem plantaður var af UMFÖ. Þaðan er þröngur stígur sem liggur langleiðina í gegnum skógræktina og upp að leiðinni. um 15min labb frá bíl

Gengum niður eftir Svínafellinu og komum niður yfir Flosalaug.

Beikon og egg WI 5

Leið númer 2 á mynd

Svínafell Öræfasveit. Línan til vinstri rétt vinstramegin við UMFÖ skóræktarreitinn.

Heildar klifur – 220 til 230m 5.gr.

F.f. 6.janúar 2010, Einar Rúnar Sigurðsson & Ívar F. Finnbogason.

1. Spönn 4.gr 40m
2. Spönn 5.gr. 20m
3. Spönn 3./4. gr. 40m
4. Spönn 4. gr. 45m
5. Spönn 4+./5. gr 50m
6. Spönn 4./4+.gr 10-15m
6b. Spönn 2.gr 50m
7. Spönn 5.gr. 10-15m

Til að ganga að leiðinni er best að leggja bílnum við gönguhlið sem ca 200 metrum austan við pípuhliðið á austari afleggjaranum að Svínafelli. Við gönguhliðið byrjar nokkuð áberandi göngustígur sem liggur í átt að Virkisjökli. Eftir ca 200 metra beygir maður til vinstri inn á þrengri stíg sem liggur upp í lerki og grenilund sem plantaður var af UMFÖ. Frá lundinum er gengið að ská til vinstri upp hlíðina, þar til maður kemur upp nokkuð þröngt gil. (Maður gengur fram hjá einni ísleið á leiðinn þangað). Tvær flottar leiðir byrja upp úr þessu gili, og okkar leið er vinstri leiðin.

Gengum niður eftir Svínafellinu og komum niður yfir Flosalaug.

Myrkrahöfðinginn WI 5+

Leið númer 1

Sögur herma að þetta sé æðislega góð leið og eigi skilið fleiri accent.

Goðagil, beint upp af fjárhúsum í Víðihlíð. Stóragilið í Svínafellinu. Brött og löng höf, sér ekki mikið af sól en þarf talsvert frost til að komast í aðstæður.

Leiðin byrjar í 45m löngu hafti (5.gr.) og liggur svo upp allt gilið upp misstór höft og mislangar snjóbrekkur þangað til að komið er að öðru hafti sem er örlítið strembnara en hitt og um 55-60m langt. við fórum vinstramegin upp feitt kerti, en einnig er mögulegt að fara upp tvö löng mjó kerti hægramegin. Beint upp af því kemur annað haft 20m 3.gr. og eftir það er beygt til hægri og farið upp tvö höft í viðbót, hið síðara 10 – 15m en bratt. Best er að rölta þaðan upp á brún og til vesturs og niður að Svínafellsbæjunum.

FF. Einar Sigurðsson, Örvar, Ívar, 18. des. 1999

Leave a Reply