Nálarraufin WI 4+
Leið númer 10 á mynd
Leiðin liggur upp þrönga skoru um 200 metrum vestan við Tvíburagil.
Um hálf línulengd í þröngum skorsteini sem býður upp á skemmtilegt og tæknilegt klifur. Seinni hluti skorsteinsins er lóðréttur en hægt er að stemma milli veggjanna. Skorsteinninn er rúmir 2 metrar á breidd neðst en þrengist þegar ofar dregur. Við tekur um 20m létt klifur upp snjóbrekku í steina sem hægt er að byggja akkeri í. Samtals tæpir 60m.
Mögulegt að tryggja að hluta með dóti fyrir útsjónarsama en bergið er þó nokkuð lokað.
FF.: Arnar Þór og Rafn Emilssynir
Crag | Esja |
Sector | Búahamrar - Lykkjufall |
Type | Ice Climbing |
Markings |