NA-Hryggur Heljargnípu
Leið þessi var fyrst farin 7. apríl 1985 af Jón Geirssyni, Önnu Láru Friðriksdóttur, Torfa Hjaltasyni, Kristni Rúnarssyni og Þorsteini Guðjónssyni.
Aðkoman liggur um Breiðamerkurjökul og tekur 2-4klst. Þar tekur við krefjandi klifur upp hrygginn sem líkist meira egg en hrygg. “Þannig er hvergi hægt að “svindla” og stytta sér leið framhjá erfiðleikum á auðveldan hátt.” Í efsta kafla leiðarinnar er hreint og þó nokkuð strembið ísklifur. Upprunalega var leiðin klifruð með skíði og skíðað var niður.
Leiðin þykir alvarleg og fær gráðuna D, 600m.
Crag | Öræfajökull |
Sector | Heljargnípa |
Type | Alpine |
Markings |
Aðeins þrjár uppferðir, 1985, 1995 og 2005. 3 mánuðir til stefnu!