NA-hlíð Kirkjunar
Tindaborg (1695 m) er tindur sem skagar upp úr ísfallinu í Svínafellsjökli, mitt á milli Hvannadalshnúks og Hrútfjallstinda. Tindurinn er einnig þekktur sem Fjallkirkja eða Tröllkirkja á meðal fjallamanna. Þessi tindur er aðeins fær í vetraraðstæðum þegar að snjór og ís hafa myndast á Kirjunni. Oft duga þessar vetraraðstæður fram í maí en þegar að bergið er bert verður veggurinn ókleifur vegna þess hver lélegt bergið er í tindinum.
Aðkoman um Svínafellsjökul fer upp austan megin á honum, yfir skriðuna sem nú er komin á hann og upp austan megin við ísfallið, þar hafa einhver teymi tjaldað en vel gerlegt er að fara upp og niður á einum löngum degi. Stefnt er á vinstri (vestari) hlið Kirkjunar og farið norður fyrir.
Einnig er hægt að koma að Tindaborg frá Hvannadalshnúk, þá er gengið norður fyrir Hnúkinn og þaðan beint niður að Kirkjunni.
Þriðja leiðin að Kirkjunni er að fara frá Dyrhamri og vestur fyrir Hnúkinn.
Myndin hér að neðan sýnir leiðina frá Svínafellsjökli á Hvannadalshnúk með viðkomu við Kirkjuna
Í fréttabréfi Ísalp númer 10, segir:
Var það allerfitt klifur upp NA -hlíðina, 100m háan ísvegg. Voru þeir félagar 4 1/2 klsti úr tjaldstað, í um 400 m hæð á Svínafellsjökli, upp að Kirkjunni. Klifrið tók síðan 4 tíma og notuðu þeir ísskrúfur til tryggingar enda meðalhalli brekkunar 60-70°.
Þessi leið var um tíma erfiðasta ísklifurleið á íslandi og var fyrst til að fá fjórðu ísklifurgráðuna
Í ársriti Ísalp frá 1989, bls 18 er leiðin á Kirkjuna talin upp sem klassísk leið og góð ferðasaga gefin.
FF: Arngrímur Blöndahl, Arnór Guðbjartsson og Helgi Benediktsson, 1.04 1979
Crag | Öræfajökull |
Sector | Tindaborg |
Type | Alpine |
Markings |