Moving Heart WI 3

Leiðin er í feitasta ísnum um miðja mynd. Hægt er að setja upp 2 stuttar leiðir við hægri hlið þessarar, fast til hægri, og alveg til hægri á myndinni.
Mynd: Einar Öræfingur

Vestan megin í gilinu sem maður gengur fram með á leiðinni upp að Svartafossi. Það sést í ísinn þarna ef maður horfir upp gilið frá efra bílastæðinu við Svartafoss. “Við gengum göngustíginn upp með gilinu og löbbuðum svo niður í gilið og yfir ána á ís.” Þessi leið er sennilega þriðja efsta leiðin möguleg í þessum ísbunkum en það eru margar stuttar leiðir neðan við hana.

Fyrst farin af Einari, Rúnari, Craig og Kelly Perkins í Febrúar 2010, 15m

 

Crag Öræfi, Vestur
Sector Skaftafellsheiði
Type Ice Climbing
Markings

9 related routes

Skaðafoss og uppúr

Skaðafoss er næsti foss ofan Svartafoss í Stóralæk. Skaðafoss sjálfur er einungis rúmlega 5 metra hár, en ef haldið er áfram upp Stóralæk alla leið að upptökum í Gemludal undir Kristínartindum, eru þónokkur höft allt að 10 metra há. Klifrarar verða að eiga það við sig hvort þessi nokkur höft af klifri séu göngunnar virði, enda eru um 3 km frá Skaðafossi að Gemludal ef gengið/brölt er eftir læknum alla leið upp úr.

Aðkoma: Gengið er upp vestanverða S3 gönguleiðina um Skaftafellsheiði, en rétt áður en stígurinn byrjar að hækka sig upp með Skerhól er beygt af S3 í austur á gömlu gönguleiðina um Miðheiði. Þaðan er gengið í stutta stund þar til komið er niður að Stóralæk, og er honum þá fylgt upp að Skaðafossi.

FF: Tryggvi Unnsteinsson – 15. mars 2023

Eyjagil WI 3

Leið upp Eyjagil vestan í Skaftafellsheiði.

Aðkoma: annaðhvort er komið ofan frá gönguleiðinni um vesturheiði, eða þá að farið sé inn meðfram Morsá og áin þveruð á lagnaðarís.

Leiðin byrjar á <10 m fallegu kerti sem myndast þar sem Eyjagilslækurinn fellur í gegnum skarð á skáhöllum berggangi niður á aurkeiluna við Morsá (á mynd). Það tekur lengri tíma fyrir þetta kerti að komast í klifranlegt form m.v. nærliggjandi leiðir.  Við taka nokkur styttri og léttari höft, en svo löng ganga, >500 m, upp eftir læknum þar til komið er á gönguleiðina um vesturheiði.

FF: áreiðanlega einhver annar, en ef ekki – Tryggvi Unnsteinsson 12. janúar 2023.

Eystragil WI 3+

Eystragil í Skaftafelli.

Gengið inn lækinn austan við Lambhaga (ein göngubrú yfir þennan læk). Byrjar á nokkrum stöllum og svo langt ferðalag eftir læknum með minni og stærri stöllum. Það eru þrír stærri fossar í gilinu. Skráð löngu eftir klifur og við munum ekki alveg hversu erfiðir þeir voru en sá erfiðasti kannski 3+ eða léttur fjarki. Má endilega uppfæra lýsingu.

FF.: Mögulega einhverntíman í fyrndinni en ef ekki 31. Jan 2021 Árni Stefán Haldorsen og Íris R Pedersen

Vestara Kóragil WI 3

Leið upp Vestara Kóragil: 10-15 m hár foss auk 3 m hafts þar fyrir ofan.

Aðkoma: Gengið upp gönguleið S3 rúman hálfan km upp fyrir Sjónarnípu og þaðan haldið rúman hálfan km í NV að Kóragiljum.

FF: Tryggvi Unnsteinsson, 10. desember, 2022.

Myndir: https://1drv.ms/u/s!AgntexmNMQEBgfRlx-siXBwufgjZuQ?e=IOCNA0

Svartifoss WI 4

Leið númer 3 á mynd

Þarf langann frostakafla til að komast í aðstæður. Myndar stóra hrúgu undir sér, sem er líklega lykilatriði í að fossinn nái saman. Sjálft klifrið virðist myndast í tveimur samvöxnum súlum og var sú vinstri ansi þunn við frumferð, svo er bara að sjá hvernig þetta lýtur út þegar þetta frýs næst.

FF: Árni Stefán Halldorsen, Íris Ragnarsdóttir Pedersen og Svanhvít Helga Jóhannsdóttir, 4. janúar 2018, WI 4, 30m

The Hernicator WI 3

Leið númer 1 á mynd

Þessi ís er fast vinstra meginn við Svartfoss Hásætið. Eins langt til vinstri í hvelfingunni við Svartfoss eins og mögulegt er.
Mynd: Einar Öræfingur

Fyrst farin af Frey Inga og Craig Perkins, febrúar 2010

Moving Heart WI 3

Leiðin er í feitasta ísnum um miðja mynd. Hægt er að setja upp 2 stuttar leiðir við hægri hlið þessarar, fast til hægri, og alveg til hægri á myndinni.
Mynd: Einar Öræfingur

Vestan megin í gilinu sem maður gengur fram með á leiðinni upp að Svartafossi. Það sést í ísinn þarna ef maður horfir upp gilið frá efra bílastæðinu við Svartafoss. “Við gengum göngustíginn upp með gilinu og löbbuðum svo niður í gilið og yfir ána á ís.” Þessi leið er sennilega þriðja efsta leiðin möguleg í þessum ísbunkum en það eru margar stuttar leiðir neðan við hana.

Fyrst farin af Einari, Rúnari, Craig og Kelly Perkins í Febrúar 2010, 15m

 

Svartafoss hásætið WI 4

Leið númer 2 á mynd

Bratt kerti alveg lengst til vinstri í hvelfingunni við Svartafoss í Skaftafelli. Mjög stutt leið en þar sem hún er vel í fangið fær hún fjórðu gráðu

Hundafoss WI 4

Fossinn fyrir neðan Svartafoss

Fyrst farin af Hauk Elvari, Ívari F og Halldór A. 7. jan 2010

Leave a Reply