Lodospady WI 2
Leið upp Gíslalæk í Kjós, aðeins norðar en Dingulberi og Dauðsmannsfoss
Austan megin í Kjós, beygt til hægri hjá skilti sem á stendur Gíslagata, hjá litlum skógarlundi.
Fjögur stutt höft með smá labbi á milli (það fjórða var á kafi í snjó).
Fyrsta haft er auðveldur WI 2 u.þ.b., 15-20 m. og sést frá veginum, miklir bólstrar sem mynda hálfgerðan stiga.
Annað haft er eilítið brattara en frekar stutt.
Þriðja er stutt ísrenna við hlið aðal fossins sem var ekki frosinn, heldur brattari en hin höftin.
Þó leiðin teljist hvorki erfið né löng þá leynir hún talsvert á sér miðað við hvernig hún lítur út frá veginum.
FF: Bartolomiej Charzynski, Ewelina og Michal, Des 2013
Crag | Kjós |
Sector | Múli |
Type | Ice Climbing |
Markings |