Konudagsfoss WI 4

Leið númer 47,5 á mynd

Leiðin liggur upp stuttan foss í Spora gilinu innst í Kjós, fossinn er næsti austan við Spora.

Klifraðar eru tvær stuttar en brattar spannir, með smá skúta á fyrir miðju.

Það er ekki mikið um tryggingar ofan við leiðina, og ekki auðvelt að komast í ís, svo snjótryggingar eru líklega eini kosturinn, eins og í öðrum leiðum í gilinu.

20 m

F.F. Skarphéðinn Halldórsson og Herdís Sigurgrímsdóttir 26. janúar 2007.

Mynd: Håkon Broder Lund

 

Crag Kjós
Sector Skálafellsháls
Type Ice Climbing
Markings

5 related routes

Konudagsfoss WI 4

Leið númer 47,5 á mynd

Leiðin liggur upp stuttan foss í Spora gilinu innst í Kjós, fossinn er næsti austan við Spora.

Klifraðar eru tvær stuttar en brattar spannir, með smá skúta á fyrir miðju.

Það er ekki mikið um tryggingar ofan við leiðina, og ekki auðvelt að komast í ís, svo snjótryggingar eru líklega eini kosturinn, eins og í öðrum leiðum í gilinu.

20 m

F.F. Skarphéðinn Halldórsson og Herdís Sigurgrímsdóttir 26. janúar 2007.

Mynd: Håkon Broder Lund

 

Fari WI 3

Leið merkt inn númer 49 á mynd

Munið að tala við bóndann hvort það sé ekki í lagi að leggja bílnum á planinu hjá honum og ganga yfir landið hans.

Gráða 3-30m
FF: Hreinn Magnússon og Höskuldur H. Gylfason,
veturinn 1987. Djúp skora vestan við Spora.

Leiðin gæti borið annað nafn

Drátthagur WI 3

Leið merkt inn númer 48 á mynd

Munið að tala við bóndann hvort það sé ekki í lagi að leggja bílnum á planinu hjá honum og ganga yfir landið hans.

Gráða 2-3 – 30 m
Stutt ísrenna austast i gilhvilftinni.

Spori WI 3

Leið númer 47 á mynd (Það hlýtur að vera til betri mynd)

Sennilega vinsælasta byrjendaleið í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Oftast klifruð í tveim spönnum og er með boltuðum sigakkerum, einu uppi á topp sem auðvelt er að finna og einu fyrir miðju sem vill oft fara undir ís eða snjó.

Munið að tala við bóndann hvort það sé ekki í lagi að leggja bílnum á planinu hjá honum og ganga yfir landið hans.

http://wikimapia.org/15507293/is/Spori
64°16’6″N   21°24’33″W

50m
FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 1.
nóvember ’81 . Bratt haft neðst en síðan um 55 gráðu
brött íslæna eftir það.

Lekandi WI 3

Leið merkt inn númer 46 á mynd

Munið að tala við bóndann hvort það sé ekki í lagi að leggja bílnum á planinu hjá honum og ganga yfir landið hans.

Liggur meðfram uppgönguleiðinni að Spora og er príðis upphitun að taka gilið í staðinn. Lengsti fossinn er um 15m en þeir eru nokkrir á leiðinni upp

Comments

Leave a Reply