Kertaljós WI 4
Leið B – WI4-4+
Kertaður foss sem bauð upp á skemmtilegar þrautir við frumferð. Hefst á aflíðandi klifri en um miðbik verður fossinn lóðréttur með yfirhangandi kertum og regnhlífum, sá kafli er um 8 metra langur. Klifra þurfti í gegnum þrönga kverk og þaðan í gegnum regnhlífar. Fyrir vikið var klifrið, þó að stutt væri, krefjandi, skapandi og skemmtilegt. Eftir að hafa híft sig upp á brún eru góðar mosafestur en um fimm metra gangur er í góðan ísbunka fyrir akkeri. Það er hentugt að klifra þessa leið til þess að komast í efsta foss Kósí sektorsins sem er talsvert innar í gilinu.
FF: Halldór Fannar og Ágúst Kristján Steinarrsson, Janúar 2022
Crag | Brattabrekka |
Sector | Brúnkollugil |
Type | Ice Climbing |
Markings |